Domus rekur sérhæft fyrirtæki á leigumarkaði er ber nafnið Rentus leigumiðlun. Rentus er fyrirtæki sem þjónustar jafnt einstaklinga og fyrirtæki sem vilja leigja út fasteign eða taka fasteign á leigu til skemmri eða lengri tíma. Sérfræðingar Rentus sjá um alla þjónustuþætti, allt frá grunnskráningu eigna og kynningu til samningsgerðar við útleigu.

Hjá Rentus starfa fagaðilar með mikla reynslu á sviði útleigu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Auk Reykjavíkurskrifstofu eru reknar leigumiðlanir á Blönduósi og Egilsstöðum undir nafni Rentus.

Umtalsverðir kostir fylgja því að reka bæði fasteignasölu og leigumiðlun undir sama þaki. Viðskiptavinir hafa þannig á einum stað þekkingu á sviði bæði sölu og útleigu fasteigna. Oft kunna að felast tækifæri í því að leigja húsnæði í stað þess að selja, leigja húsnæði tímabundið meðan það er í sölumeðferð eða huga að fleiri möguleikum í þeim dúr.
 

Ef þú vilt kynna þér nánar þjónustu Rentus sendu tölvupóst á domus@domus.is 

 

Domus fasteignasala | domus@domus.is


Keyrir á WebEd Pro frá hugsandi Mönnum: Hugsandi Menn