Geldingsá - 600 Akureyri
Geldingsá - 600 Akureyri
Staðsetning: 600 Akureyri
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 0
Stærð: 68 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Sumarhús
Baðherbergi: 1
Stofur: 0
Byggingarár: 2005
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 17.250.000
Uppsett verð: 18.900.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

Fasteignasalan Domus kynnir: Fallegt bjálkahús á góðum útsynisstað í landi Geldingsár í Vaðlaheiði í c.a 10 mím akstursleið frá Akureyri. Húsið er 68 fm á tveimur hæðum með yfirbyggðri verönd við innganginn í húsið að sunnanverðu, á efri hæð eru svalir með stórbrotnu útsýni yfir til Akureyrar og Eyjafjarðar. Gólfefni er hvítt parkett nema á baði þar er dúkur.
 

Húsið er úr 180mm breiðum bjálkum  og situr á steyptum sökkli en gólf eru úr timbri.  Milliloft er úr timbri og einangrað með 50mm steinull. Þak er gert úr timbursperrum og klætt lituðu þakstáli, niðurtekið loft er einangrað með 150mm steinull. Gluggar eru með tvöföldu gleri. Húsið er hitað upp með rafmagni sem hægt er að stjórna með fjarstýringu.

Undir húsinu er manngengur skriðkjallari, lagnakjallari  með malargólfi,ofnum, hitakút og geymslu ásamt rafmagnstúbu.
Vatn lekur inn í kjallarann í leysingum. 
Frárennslislagnir fyrir skólp eru tengdar sameiginlegri rotþró. Að utan er húsið fullfrágengið, með rotþró og lóð  grófjöfnuð. 

Neðri hæðin sem er eitt rými skiptist í stofu, svefnrými,borðstofu,eldhús,baðherbergi.
 

Eldhúsið er með nýrri hvítri innréttingu,eldavél sem er með keramik helluborði og bakarofni.

Baðherbergi er stórt með glugga, sturtuklefa, vaski,w.c.og hillu.
 

Efri hæðin sem er eitt stórt bjart rými með mikilli lofthæð en mætti auðveldlega skipta niður í tvö herbergi.Þetta er að hluta til undir súð með tveimur tvöföldum svefnstæðum sem eru hannaðar sem lokrekkjur. Aðgengið er út á rúmgóðar svalir sem snúa í suðu vestur átt.
 

Byggingastíllinn á húsinu er sérstakur ásamt því að það er einstaklega bjart og fallegt.Stendur hátt í heiðinni með útsýni í allar áttir. 
 

Allar upplýsingar veitir eyglog@domus.is, sími 692 7678, 440 6035