Seilugrandi - 107 Reykjavík (Vesturbær)
Seilugrandi - 107 Reykjavík (Vesturbær)
Staðsetning: 107 Reykjavík (Vesturbær)
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 137 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1981
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 39.830.000
Uppsett verð: 54.500.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala á Blönduósi kynnir sölu 5 herbergja íbúð á jarðhæð við Seilugranda 6. Frábær staðsetning í vesturbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttaaðstöðu og verslanir. 
Lýsing eignar: Um er að ræða 5 herbergja íbúð á jarðhæð með stæði í bílakjallara. Útgengt er af svölum á fallegan pall og garð sem snýr í suður. Einnig fylgir eigninni rúmgóð geymsla. Skipt var um þak á húsinu fyrir rúmu ári síðan. Eigninni hefur verið vel viðhaldið og er öll sameign til fyrirmyndar.
Komið er inn í forstofu með fataskáp. Þaðan er gengið inn í rými sem tengir saman eldhús, stofu og gangveg að svefnherbergjum. Parket er á allri íbúðinni nema forstofu og baðherbergi. Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og er hjónaherbergið með mjög góðum skápum. Baðherbergi var uppgert fyrir nokkrum árum og er þar hvít innrétting, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt baðkari. Gluggi er á baðherbergi. Eldhús er með hvítri háglans innréttingu og hvítum flísum milli skápa. Ofn og helluborð var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Opið er frá eldhúsi inn í bjarta stofu og þaðan er útgengt á svalir og niður á pall sem staðsettur er fyrir framan íbúðina. Garður er afgirtur og snýr í suður. Svalir voru flísalagðar fyrir nokkrum árum síðan. Rúmgóð geymsla fylgir íbúðinni og er hún ekki inn í skráðri fermetratölu. Einnig er vagna- og hjólageymsla í kjallara.
Fasteignagjöld 2018 að öllu meðtöldu eru um kr. 143.000,-.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 eða 891 9425 stefano@domus.is