Kóngsbakki - 109 Reykjavík
Kóngsbakki - 109 Reykjavík
Staðsetning: 109 Reykjavík
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 2
Stærð: 82 m2
Svefnherbergi: 1
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1968
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 22.950.000
Uppsett verð: 33.400.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

Domus fasteignasala kynnir:  Glæsilega 2ja herbergja 82,8 fm. íbúð á fyrstu hæð við Kóngsbakka í Reykjavík.  Eignin hefur öll verið endurnýjuð að innan á fallegan og smekklegan hátt. Þvottahús er innan íbúðar. Tvær geymslur fylgja eigninni.  Gengið út á rúmgóðan pall út frá svefnherbergi.
Nánari lýsing:  Forstofa/hol, eldhús, stofa/borðstofa, svefnherbergi með útgengi út á pall,  baðherbergi og þvottahús. Í sameign  eru tvennar geymslur sem fylgja eigninni. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla.  
Forstofa/hol:  Holið er rúmgott með tvennum skápum og góðu skápaplássi, flísar á gólfi.    
Þvottahús: Inn af holi er þvottahús með flísum á gólfi.
Eldhús: Eldhúsið er opið inn í stofu, með fallegri innréttingu með góðu skápaplássi, flísar á gólfi.  
Stofa/borðstofa: Stofan er björt og falleg með gegnheilu  eikarparketi á gólfi
Svefnherbergisgangur: Svefnherbergisgangur er með flísum á gólfi.
Herbergi:  Svefnherbergið  er rúmgott með skápum og gegnheilu eikarparketi á gólfi. Útgengi út á rúmgóðan pall út frá svefnherbergi.
Baðherbergi:  Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með glugga, fallegri ljósri  innréttingu, flísalögð sturta, handklæðaofn og upphengt klósett.   
Sameign:  Sameignin er öll hin snyrtilegasta, nýleg teppi á stigagangi. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Tvær geymslur fylgja íbúðinni sem eru í samegin.
Hér er um að ræða mikið endurnýjaða eign í fallegu fjölbýli á vinsælum stað í neðra Breiðholti. Stutt í skóla, leikskóla, og alla almenna þjónustu. Eign sem vert er að skoða.  

Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf um eignina veitir Elsa löggiltur fasteignasali sími: 664-6013 eða elsa@domus.is