Öldutún - 220 Hafnarfjörður
Öldutún - 220 Hafnarfjörður
Staðsetning: 220 Hafnarfjörður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 174 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Raðhús
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 1958
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 42.820.000
Uppsett verð: 55.900.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

OPIÐ HÚS að Öldutúni 1, Hafnarfirði sunnudaginn 14. janúar milli klukkan 15:30 - 16:30 
Domus fasteignasala kynnir: Virkilega fallegt 174,7 fm.  tvíbýlishús/raðhús þar af 25,2  fm. bílskúr. Húsið er staðsett í nálægð við grunnskóla í rólegri götu. Gott fjölskylduhús með sérinngangi. Árið 2008 var þak, járn og þakkantur endurnýjað.  Árið 2012 var farið y fir skólplagnir og þær fóðraðar og skipt um rör þar sem þurfti 


Skipting eignar: Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, eldhús, sjónvarpshol, stofu og borðstofu. Parketlagður stigi upp á efri hæð, fjögur svefnherbergi, hol, baðherbergi, geymsluloft og bílskúr

Nánari lýsing:
Forstofa:  Forstofan er með flísum á gólfi og fatahengi.
Gestasalerni: Inn af forstofu er salerni með flísum á gólfi og tengi fyrir þvottavél.
Eldhús: Eldhúsið er með fallegri ljósri innréttingu með góðu skápaplássi, flísar á milli skápa, borðkrók. Parket á gólfi.
Sjónvarpshol: Rúmgott sjónvarpshol með parketi á gólfi. Hægt að breyta í herbergi.
Stofa/borðstofa: Björt og falleg stofa með parketi á gólfi og  útgengi út á suðursvalir með tröppum út í garð.
Efri hæð: Parketlagður stigi á efri hæðina
Hol: Parket á gólfi og skápur
Herbergi: Fjögur herbergi eru á efri hæðinni. Hjónaherbergið er rúmgott með parketi á gólfi og skápum, útgengi út á svalir út frá hjónaherbergi. Tvö herbergi með parket á gólfum og skápum. Eitt herbergið með dúk á gólfi, hægt að breyta í þvottahús.  
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, viðarinnrétting með góðu skápaplássi, hiti í gólfi, handklæðaofn, upphengt klósett, sturta og þakgluggi.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með flísum á gólfi og gluggum.

Um er að ræða góða eign á  vinsælum stað í Hafnarfirði í nálægð við grunnskóla og stutt í alla almenna þjónustu. Fjölskylduvæn eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Elsa löggiltur fasteignasali sími: 664-6013 eða elsa@domus.is