Fjörður - 710 Seyðisfjörður
Fjörður - 710 Seyðisfjörður
Staðsetning: 710 Seyðisfjörður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 191 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Byggingarár: 1966
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 27.350.000
Uppsett verð: 17.500.000

Aftur á myndalista

Fjörður 4, 710 Seyðisfjörður17.500.000 kr.

191,4 m², hæð, 9 herbergi

 

Tvíbýlishús við Fjörð 4 á Seyðisfirði.
Tvær eignir seljast saman samtals 191,4 fm.
Húsið er steypt og klætt með bárujárni að hluta, byggt. 1966.

Fnr. 216-8423, 4 herb., 95,7 fm íbúð á efri hæð. 
Lýsing eignar: Sameiginlegt stigahús. Gangur/hol. Baðherbergi, flísalagt, baðker með sturtu, innrétting og pláss fyrir þvottavél í innréttingu, upphengt WC. Eldhús með ljósri lélegri innréttingu. Þrjú herbergi, skápur í einu. Stofa/skáli með suður og austurgluggum, loft tekin upp að hluta. 

Gólfefni eru harðparket, spónaparket, dúkur og flísar. Steypt gólf í stigahúsi.

Ofn vantar í einu herbergja. Rakaskemmdir á útveggjum. Ófrágengið kringum glugga í eldhúsi. 

Fnr. 216-8422 5 herb., 95,7 fm íbúð á neðri hæð. 
Lýsing eignar: Sameiginlegt stigahús. Gangur. Baðherbergi, flísar á gólfi, sturta. Fjögur herbergi, skápar í þremur og handlaug í einu. Stofa með suðurgluggum. Útgengt á norðurhlið um gang, þar er einnig kyndiherbergi/þvottaaðstaða.

Gólfefni: Harðparket, spónaparket og flísar. Steypt gólf í stigahúsi.

Ekkert eldhús er í íbúðinni. Rakaskemmdir á nokkrum stöðum í loftum og veggjum, búið að mála yfir. Gólfefni léleg.

Hleri upp í risið er á stigapalli efri hæðar. Risið er manngengt undir mæni, ófrágengið/óklætt að mestu en plasteinangrun undir þaki.

Húsið þarfnast mikilla lagfæringa á múr, gluggum/gleri, þakköntum og klæðningu. Vesturhliðin er illa farin. Múrskemmdir/sprungur í suður og austurhliðum. Búið er að klæða norðurhlið með bárujárni. Timburklæðning á risi er léleg/ónýt. Gluggar þar eru lélegir/ónýtir. Þakrennur og niðurföll vantar. Athuga þarf ástand þaks.

ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja