Kjarrás - 210 Garðabær
Kjarrás - 210 Garðabær
Staðsetning: 210 Garðabær
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 197 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Raðhús
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 2002
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 62.060.000
Uppsett verð: 88.900.000

Aftur á myndalista

Domus kynnir: Einstaklega vandað og glæsilegt 197,9 fm. raðhús þar af 25,8 fm. bílskúr. Húsið er á einni hæð og allt hið vandaðasta. 4 rúmgóð svefnherbergi með innbyggðum fataskápum. Stór fata og geymsluskápur á svefnherbergisgangi. Falleg halogen lýsing. Út af stofunni er um 60 fm. pallur með heitum potti, rólu og geymslu fyrir útigrill.  Mikil lofthæð er í húsinu sem gefur því skemmtilegt yfirbragð.

Nánari lýsing:

Eignin skiptist í forstofu, hol, svefnherbergisgang, eldhús, stofu, borðstofu, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, geymslu, þvottahús og bílskúr.

Forstofa: Rúmgóð forstofa með náttúrustein á gólfi og góðum skápum.

Gestaklósett: Flísalagt í hólf og gólf með góðri sturtu.

Hol: Inn af forstofu er rúmgott hol með náttúrusteini á gólfi.

Eldhús: Eldhúsið er með náttúrustein á gólfi og fallegri innréttingu með góðu skápaplássi.  Eyja með áföstu eldhúsborði.

Stofa/borðstofa: Björt og falleg stofa með útgengi út á ca. 60 fm. pall með heitum potti. Parket á gólfi. Innbyggðar bókahillur sem eru í stíl við aðrar innréttingar í húsinu fyrir enda borðstofu.

Svefnherbergisgangur: Rúmgóður svefnherbergisgangur með innbyggðum skápum, parket á gólfi.

Herbergi: 4 svefnherbergi eru í húsinu öll með innbyggðum skápum. Mikið skápapláss. Útgengi út í garð út frá hjónaherbergi.

Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Falleg ljós innrétting, mikið skápapláss. Baðkar og sturta.

Þvottahús: Rúmgott þvottahús með hillum og skápum.

Bílskúr: Bílskúrinn er með parket á gólfi, stór geymsla í bílskúr með ca. 12 fm. geymslulofti sem ekki er inn í fermetrafjölda eignarinnar. Bílskúrnum var breytt í aukaherbergi en auðvelt að breyta til baka í bílskúr.

Þetta er glæsilegt og vandað raðhús á einum af vinsælustu stöðum Garðabæjar. Húsið er í rólegum botnlanga og göngustígar um allt hverfið frá húsinu.  Stutt í skóla, leikskóla og alla almenna þjónustu.

 

Nánari upplýsingar veitir Elsa löggiltur fasteignasali  í síma 664-6013 eða elsa@domus.is