Móberg - 221 Hafnarfjörður
Móberg - 221 Hafnarfjörður
Staðsetning: 221 Hafnarfjörður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 198 m2
Svefnherbergi: 5
Búsetuform: Parhús
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 1992
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 56.100.000
Uppsett verð: 78.600.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

Domus kynnir: Einstaklega vandað og glæsilegt 198,2 fm. parhús þar af 27,9 fm. bílskúr. Fyrir utan eru 22 fermetrar óskráð rými í fullri notkun samtals 220,2  fermetrar.  Húsið er á tveimur hæðum og allt hið vandaðasta. 5 svefnherbergi. Virkilega fallegt útsýni. Rúmgóður pallur og fallegur garður. Hiti í bílaplani, sólstofu og baðherbergi. Bæði baðherbergin endurnýjuð árið 2016-2017. Húsið málað að utan árið 2013 og að hluta að innan árið 2016-2017. Gluggar málaðir að innan árið 2017. Eldhússkápar yfirfarnir árið 2017 og skipt um eldhústæki árið 2016-2017. Svalir og pallur yfirfarin árið 2016. Parket á neðri hæð hússins var endurnýjað árið 2015. 
 
 Nánari lýsing:
Eignin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, sólstofu og gestasalerni. Stigi með kókosteppi niður á neðri hæð þar er hol, þvottahús, baðherbergi, 4 svefnherbergi,  fataherbergi og geymsla sem eru óskráð stór rými. Bílskúr.

Forstofa: Forstofan er með flísum á gólfi og skápur úr Mahony.
Gestaklósett: Flísar á gólfi og gluggi.
Eldhús: Eldhúsið er opið inn í stofu með flísum á gólfi og fallegri innréttingu úr Birkirót og Mahony með góðu skápaplássi og eyju með span helluborði. Í eldhúsi er stór horngluggi með fallegu útsýni.  
Stofa/borðstofa: Björt og falleg stofa með miklu og fallegu útsýni. Mahony parket á gólfi. Mikil lofthæð  sem gefur stofunni skemmtilegt yfirbragð.
Sólstofa: Sólstofan er með fallegu útsýni, flísar á gólfi, hiti í gólfi. Útgengi út á suð-vestur svalir. 
Stigi: Fallegur stigi á neðri hæðina með kókosteppi á gólfi.  
Hol: Mahony parket á gólfi, auðvelt að stækka inn í eitt herbergið sem er með útgengi út á pall.
Herbergi: 4 svefnherbergi eru á neðri hæðinni. Herbergin eru með Mahony parket á gólfum. Úr einu herberginu er útgengi út á pall og garð. Hjónaherbergið er mjög rúmgott, útgengi út á pall út frá hjónaherbergi. Inn af hjónaherbergi er stórt fataherbergi með Mahony parketi á gólfi. Fataherbergið er ekki skráð inn í fermetrafjölda eignarinnar. 
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með hita í gólfi.  Hornbaðkar, flísalögð sturta, falleg innrétting með miklu skápaplássi, gluggi, upphengt klósett og handklæðaofn.  
Þvottahús: Rúmgott þvottahús með flísum á gólfi, vaski, vinnuborði og hillum. Inn af þvottahúsi er rúmgóð geymsla með hillum sem er ekki skráð inn í fermetrafjölda eignarinnar.
Bílskúr: Bílskúrinn er með epoxy á gólfi, ofn, köldu vatni og geymslulofti.
 
Um er að ræða glæsilegt og vandað parhús í Setberginu sem er eitt af  vinsælustu hverfum í Hafnarfirði. Hús sem hefur verið vel hugsað um. Stutt í alla almenna þjónustu skóla og leikskóla. Eign sem vert er að skoða.
 
Nánari upplýsingar veitir Elsa löggiltur fasteignasali  í síma 664-6013 eða elsa@domus.is