Mávahlíð - 105 Reykjavík (Austurbær)
Mávahlíð - 105 Reykjavík (Austurbær)
Staðsetning: 105 Reykjavík (Austurbær)
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 2
Stærð: 62 m2
Svefnherbergi: 1
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1946
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 16.200.000
Uppsett verð: 32.500.000

Aftur á myndalista

OPIÐ HÚS fimmtudaginn þann 26. apríl að Mávahlíð 10 milli klukkan 17:30 - 18:00
Domus fasteignasala kynnir:
  Fallega kjallaraíbúð við Mávahlíð með sérinngangi. Vel hefur verið hugsað um húsið og búið að taka mikið í gegn. Húsið steinað að utan árið 2008-2009 og skipt um járn á þaki og þakdúkur lagður á kvisti árið 2010. Árið 2015 var hellulagt fyrir framan hús, möl borin í innkeyrslu og hitalögn lögð í stéttina.  Húsið drenað að framanverðu og niður með vesturgafli.  Klóaklögn fóðruð árið 2017. 

Nánari lýsing: Forstofa, hol, svefnherbergi, eldhús og stofa. Í sameign er sameiginlegt þvottahús og sér geymsla sem fylgir íbúðinni.  

Forstofa: Forstofan er með flísum á gólfi og skápum.    
Hol: Rúmgott  hol með plastparketi á gólfi. Innangengt í sameign út frá holi.   
Eldhús: Eldhúsið er með  ljósri innréttingu, borðkrók og plastparketi á gólfi.   
Stofa: Stofan er björt og falleg með plastparketi á gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergið er með ljósum skáp, flísar á gólfi og flísar á vegg við glugga, flísalögð sturta, gluggi og handklæðaofn.    
Herbergi: Rúmgott herbergi með plastparketi á gólfi og skápum. 
Sameign:  Í sameign er sameiginlegt þvottahús þar sem hver er með sína vél. Sér geymsla fylgir eigninni í sameign.
 
Hér er um að ræða fallega 2ja herbergja íbúð á vinsælum stað í hlíðunum.  Búið að taka húsið í gegn að utan. Stutt er í leikskóla, grunnskóla og alla almenna þjónustu. Eign sem vert er að skoða.  

Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf um eignina veitir Elsa löggiltur fasteignasali sími: 664-6013 eða elsa@domus.is