Hólabraut - 545 Skagaströnd
Hólabraut - 545 Skagaströnd
Staðsetning: 545 Skagaströnd
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 7
Stærð: 240 m2
Svefnherbergi: 6
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 1946
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 53.285.000
Uppsett verð: 29.000.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

Fasteignasalan Domus á Blönduósi hefur fengið í einkasölu virðulegt og vel staðsett einbýlishús, Hólabraut 25 á Skagaströnd.
KYNNINGARMYNDBAND

Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1946 samkvæmt fasteignaskrá. Því er nú skipt í tvær íbúðir og er kjallarinn í leigu. Húsið stendur á nærri 800 fermetra lóð með góðu útsýni.
Á efri hæð er gengið inn í flísalagða forstofu með fatahengi og þaðan inn á parketlagðan gang. Úr ganginum er gengið inn í þrjú parketlögð svefnherbergi, parketlagða stofu, eldhús og baðherbergi. Í eldhúsi er innrétting komin til ára sinna en í góðu ástandi og parket á gólfi. Baðherbergi er með einföldum innréttingum og flísalagt. Úr stofunni er útgangur í sólstofu / yfirbyggðar svalir; þaðan er útgangur í garð.
Í kjallara er sérinngangur í flísalagða forstofu, gangur og 3 rúmgóð herbergi með plastparketi, eldhús með dúk á gólfi og flísalagt baðherbergi. Þar er jafnframt þvottahús og geymsla.
Hitalagnir eru að mestu upprunalegar, hitaveita og nýtt Danfoss hitakerfi. Ljósleiðari var lagður í húsið árið 2014 um leið og hitaveitan. Í kjallara eru nýlegar neysluvatnslagnir.
Gluggar og þak voru endurnýjuð um 1985. Frárennsli í kjallara var lagfært árið 2014. 

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is