Furuhjalli - 200 Kópavogur
Furuhjalli - 200 Kópavogur
Staðsetning: 200 Kópavogur
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 181 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Hæð
Baðherbergi: 3
Stofur: 2
Byggingarár: 1989
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 50.970.000
Uppsett verð: 74.800.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

Domus kynnir: Virkilega falleg 181,9 fm. sérhæð þar af 31,5 fm. bílskúr sem er innréttaður sem stúdíóíbúð með sérinngangi, en auðvelt er að breyta til baka í bílskúr. Á neðri hæðinni er einnig innréttuð 2ja herb íbúð með sérinngangi, auðvelt að breyta til baka og tengja sjálfri efri hæðinni. Mikið og fallegt útsýni. Stórar flísalagðar suðursvalir út frá stofu. Næg bílastæði og gott aðgengi er að eigninni.
Nánari lýsing:
Eignin skiptist í forstofu, stiga, gang, stofu, borðstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Tvær íbúðir eru auk þess á neðri hæðinni, önnur stúdíó íbúð, hin 2ja herbergja íbúð, báðar íbúðirnar með sérinngangi.

Forstofa: Forstofan er með flísum á gólfi og ljósum skápum.
Stigi: Parketlagður stigi upp á efri hæðina.
Gangur: Parket á gólfi.
Eldhús: Rúmgott og fallegt eldhús með borðkrók og nýlegum ljósum skápum í borðkrók með góðu skápaplássi. Ljós innrétting, nýlega sprautulökkuð, flísar á milli skápa og flísar á vegg við eldavélina, fallegur háfur.  Flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa: Björt og falleg stofa með miklu og fallegu útsýni. Parket á gólfi. Útgengi út á flísalagðar ca 38 fm. skjólgóðar suðursvalir.
Herbergi: 2 svefnherbergi eru á hæðinni. Herbergin eru með parketi á gólfum. Hjónaherbergið er með mjög góða og stóra ljósa skápa. Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting, baðkar með sturtu, handklæðaofn og gluggi

Tvær íbúðir: Á neðri hæðinni eru tvær íbúðir, hvor með sinn sérinngang og þær voru báðar innréttaðar árið 2016.

Minni íbúðin er stúdío íbúð með flísum á gólfi, ljósri eldhúsinnréttingu, flísar á milli skápa, eldhúsborð og stólar. Baðherbergið er með flísum á gólfi, sturtu og upphengdu klósetti.

Stærri íbúðin er 2ja herbergja íbúð, stofan og eldhús með flísum á gólfi, ljós eldhúsinnrétting með ísskáp og uppþvottavél, herbergið með parketi á gólfi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, flísalögð sturta, upphengt klósett og handklæðaofn. Auðvelt að breyta aftur samkvæmt teikningum.

Um er að ræða fallega hæð á einum af vinsælustu stöðum í Kópavogi. Mikið og fallegt útsýni og frábærar suðursvalir. Tvær auka íbúðir sem geta gefið góðar leigutekjur og auðveldað kaup. Stutt í alla almenna þjónustu, skóla og leikskóla. Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Elsa löggiltur fasteignasali í síma 664-6013 eða elsa@domus.is