Aðalgata - 540 Blönduós
Aðalgata - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 10
Stærð: 284 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Parhús
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Byggingarár: 1900
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 54.570.000
Uppsett verð: 9.000.000

Aftur á myndalista

Fasteignasalan Domus á Blönduósi hefur fengið til sölumeðferðar parhúsið Aðalgötu 7 á Blönduósi ásamt bílskúr. Eitt af eldri og sögufrægari húsum bæjarins, byggt sem spítali árið 1900 samkvæmt skráningu.
Í húsinu eru tvær íbúðir; hæð og kjallari. Samtals er eignin skráð 232,6 fermetrar, þar af bílskúr 35,7 fermetrar byggður árið 1935 og sjáflstæð sólstofa í garði byggð árið 1992.
Gengið er inn í íbúðina á hæðinni af verönd sem snýr út í stóran og gróinn garð. Veröndjn er sameiginleg með Aðalgötu 5. Komið er inn í forstofu, þaðan er gengið inn á gang sem tengir saman önnur herbergi á hæðinni: eldhús, 3 svefnherbergi, stofu og snyrtingu með baðkeri. Innangengt er niður í kjallarann, þar sem nú er sjálfstæð íbúð. Í kjallara er eldhús, snyrting, stofa, tvö svefnherbergi, geymsla og þvottahús.
Inn af bílskúrnum er geymsla, fyrir framan bílskúrinn eru bílastæði.
Allar innréttingar eru gamlar, ástand lagna óþekkt og gólfefni af ýmsu tagi, mestmegnis gömul gólfteppi og gólfdúkar.
Garðurinn, sem er sameiginlegur með Aðalgötu 5, snýr í suður og er mikið gróinn, nær alveg lokaður með skjólgóðri bárujárnsgirðingu sem komin er til ára sinna og þarfnast viðhalds, og eignin þarfnast reyndar öll gagngers viðhalds og endurbóta jafnt utan sem innan.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is