Skipasund - 801 Selfoss
Skipasund - 801 Selfoss
Staðsetning: 801 Selfoss
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 79 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Sumarhús
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 2009
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 30.750.000
Uppsett verð: 25.800.000

Aftur á myndalista

Sumarhús í Grímsnes- og Grafningshreppi 

Domus  kynnir: Nýtt og fallegt sumarhús/heilsárshús 79,8 fm. á einni hæð með alveg einstöku útsýni til suðurs- austurs og vesturs. Húsið stendur við Skipasund í Hraunborgum og er leigulóð. Húsið er staðsett neðst í landinu við Vaðnes lóðamörk. Húsið er með hita í gólfum og klætt að innan með eldvarnarplötum og panil í lofti.  Fjórir gólfvellir í 10 - 15 mínútna akstri og einn gólfvöllur á staðnum. 

Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, eldhúsið opið inn í stofu, geymsla með sér inngangi. Útgengi út á pall með heitum potti.  

Á svæðinu er sundlaug, minigolf, 9 holu gólfvöllur í göngufæri, ekki nema 5 mínútum frá Kiðjabergs gólfvelli.  

Um er ræða fallegt nýlegt sumarhús á grónum og friðsælum stað með fallegu útsýni. Sumarhús sem vert er að skoða.

Þegar keyrt er frá Reykjavík þarf að keyra Biskupstungnabraut, framhjá Kerinu og beygt niður Kiðjabergsveg. Hlið á hægri hönd merkt Hraunborgir. 


Upplýsingar um eignina veitir Elsa löggiltur fasteignasali í síma 664-6013 eða elsa@domus.is