Húnabraut - 540 Blönduós
Húnabraut - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 8
Stærð: 229 m2
Svefnherbergi: 5
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 1959
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 60.600.000
Uppsett verð: 30.000.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

TILBOÐ ÓSKAST!!!
Fasteignasalan Domus á Blönduósi hefur fengið til sölu stórt einbýlishús með innbyggðum bílskúr við Húnabraut á Blönduósi.

 

Húnabraut 28 er tveggja hæða einbýlishús og er bílskúrinn hluti af neðri hæðinni, samtals skráð 229,8 m2. Gengið er inn í forstofu með einfaldri gestasnyrtingu og þar til hliðar er forstofuherbergi. Á neðri hæðinni er síðan annað mjög gott herbergi og stórt þvottahús, flísalagt með góðu vinnuborði. Þar er einnig sturta og baðinnrétting. Á neðri hæðinni er einnig góð geymsla. Innangengt er í bílskúrinn og bakdyr úr þvottahúsi út í bakgarð.

Fallegur stigi er upp á efri hæðina. Komið er upp í hol og þaðan gengt inn í eldhús, stofu og herbergi.

Í eldhúsi er eldri eldhúsinnrétting og vinnuaðstaða góð. Eldavél er ný með keramikhellum. Skápapláss er ágætt, borðkrókur.

Stofa er stór, parketlögð. Þegar húsið var endurnýjað fyrir nokkrum árum var byggt yfir svalir á vesturhlið og stofan stækkuð þar út. Stórir gluggar eru á því rými sem gefur stofunni skemmtilegan svip og þar er sólríkt. Fallegt útsýni er vestur á Húnaflóa og til Strandafjalla úr stofunni.

Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni og geymsluherbergi. Út af stærsta herberginu eru svalir í suðurátt. Þaðan er gott útsýni. Gólfefni er parkett sem þarfnast aðhlynningar að hluta. Fataskápar eru í flestum svefnherbergjanna.

Baðherbergi er flísalagt og það er vel tækjum búið. Þar er stórt baðkar og innrétting.

Húsið var klætt að utan með steni fyrir nokkrum árum og einangrað. Þá var skipt um gluggapósta og gler í gluggum. Opnanleg fög eru í öllum gluggum, en tréverkið utanhúss þarfnast viðhalds.

Hitaveita er í húsinu og Danfosskerfi. Allar hitalagnir eru nýjar í húsinu og sumir ofnar, neysluvatnslagnir endurnýjaðar að stórum hluta.

Stór lóð er við húsið og lítil tilbúin tjörn við hliðina á innkeyrslunni. Lítið 10 fm. og fremur lasburða garðhús er á baklóðinni.

 

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is