Hlíðargata - 750 Fáskrúðsfjörður
Hlíðargata - 750 Fáskrúðsfjörður
Staðsetning: 750 Fáskrúðsfjörður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 112 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Byggingarár: 1981
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 36.000.000
Uppsett verð: 12.500.000

Aftur á myndalista

Hlíðargata 57, 750 Fáskrúðsfjörður12.500.000 kr.

112 m², fjölbýlishús, 4 herbergi

 

Um er að ræða 112 fm 4-5 herbergja íbúð á annarri hæð við Hlíðargötu 57 á Fáskrúðsfirði.

Nánari lýsing : Hol með plastparketi á gólfi og fataskáp, hurð út á svalir. Eldhús með plastparketi á gólfi og lélegri eldhúsinnréttingu, innaf eldhúsi er þvottahús, dúkur á gólfi. Fjögur svefnherbergi með plastparketi á gólfi. Í þremur þeirra er fataskápar. Salerni með dúk á gólfi. Baðherbergi með dúk á gólfi og baðkari, skápur undir vaski. Stofa með plastparketi á gólfi, hurð út á svalir. Í sameign í kjallara eru þvottahús, þurrkherbergi og hjólageymsla.

Í íbúð eru rakaskemmdir á útveggjum, bak við ofna og á vesturglugga. Dúkar á salerni og baðherbergi eru lélegir/ónýtir. Plastparket er í lélegu ástandi. Gluggar og gler er í mjög lélegu ástandi og þarfnast viðhalds. Ofnar í íbúð eru lélegir.

Sameign lítur illa út og þarfnast viðhalds. Gler brotið, gluggar fúnir, teppi rifin, rakaskemmdir, lekur inn í rigningu. Múrskemmdir eru utanhúss, fara þarf í miklar múrviðgerðir. Þak og þakjárn þarfnast viðhalds, lekur á nokkrum stöðum. Neysluvatnslagnir orðnar gamlar og þarfnast viðhalds. Þakrennur eru í ólagi og þarfnast viðhalds, valda rakaskemmdum. 

ÍLS mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.