Sævangur - 220 Hafnarfjörður
Sævangur - 220 Hafnarfjörður
Staðsetning: 220 Hafnarfjörður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 300 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 1983
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 89.000.000
Uppsett verð: 109.500.000

Aftur á myndalista

OPIÐ HÚS að Sævangi 51, Hafnarfirði sunnudaginn þann 21 október milli klukkan 15:00 - 15:30 
Domus fasteignasala kynnir: Glæsilegt og vel skipulagt 300,5 fm.  einbýlishús, þar af  42,2 fm. bílskúr. Húsið er teiknað af Sverri Norðfjörð, innréttingar af Finni Fróðasyni og  eru síðari breytingar hannaðar af Valgerði Á. Sveinsdóttur arkitekt. Húsið er staðsett við eina af vinsælustu götum Hafnarfjarðar. Stór og falleg lóð, friðaður hraunstapi við lóðarmörk. Hiti í  bílaplani.


Skipting eignar: Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, borðstofu, stofu,  16 fm. sjónvarpsrými sem telst ekki inní fm. fjölda hússins, tvö herbergi, baðherbergi og bílskúr.  Neðri hæðin skiptist í hol/sjónvarpshol, þvottahús, baðherbergi, gang, geymslu og tvö herbergi.  

Nánari lýsing:
Forstofa:  Forstofan er með flísum á gólfi og góðum skápum.     
Eldhús/borðstofa: Eldhúsið er opið inn í rúmgóða borðstofu, ljós innrétting með góðu skápaplássi, flísar á milli skápa og við glugga,  hátt til lofts og flísar á gólfi. Frá eldhúsi/borðstofu er stigi með útgengi á steyptan pall frá millipalli stigans.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með arni og gegnheilu parketi á gólfi. Í stofu er mikil lofthæð og er stigi á 16 fm. milliloft sem er nýtt sem sjónvarpsstofa og er ekki í fermetratölu hússins. Mikið og fallegt útsýni út frá millilofti til norðurs, austurs og suðurs, m.a. til innsiglingu Hafnarfjarðarhafnar.  Á millilofti er sisal-teppi á gólfi. Úr stofu er útgengi út á pall sem snýr í norður, vestur og suður. Frá palli er aðgengi að garði.
Herbergi: Tvö herbergi eru á hæðinni. Hjónaherbergið er rúmgott og bjart með skápum, parketi á gólfi og útgengi út á svalir, mikil lofthæð.  Barnaherbergið er með parketi á gólfi og skáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, upphengt klósett, handklæðaofn, sérsmíðuð eikarinnrétting, skápur, baðkar, flísalögð sturta og gluggi. 
Stigi frá borðstofu: Stiginn er nýr, svartlakkaður og frá Járnsmiðju Óðins, harðparket á þrepum og millipalli. Barnahlið er fyrir stiga frá efri hæð. Frá millipalli stiga er útgengi á skjólgóðan steinsteyptan pall.
Neðri hæð:
Hol/sjónvarpshol: Rúmgott hol/sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Geymsla: Inn af holi er geymsla með hillum.
Svefnherbergisgangur: Svefnherbergisgangurinn er með parketi á gólfi og útgengi út á hellulagða verönd og garð.
Herbergi: Tvö rúmgóð herbergi eru á neðri hæðinni með parketi á gólfi og skápum.    
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, eikarinnrétting, upphengt klósett, handklæðaofn og sturta.
Þvottahús:  Í þvottahúsi eru skápar með góðu skápaplássi, vinnuborð og vaskur. Flísar á gólfi. Útgengi frá þvottahúsi út á hellulagða verönd og garð.   
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með geymslulofti, hurðaopnara og steyptu gólfi.

Um er að ræða virkilega fallega eign á einum af vinsælustu stöðum í Hafnarfirði. Búið að skipta um þakið að hluta til.  Hái glugginn í stofu var yfirfarinn í vor, listar endurnýjaðir og gler að hluta. Stutt í grunnskóla, leikskóla og alla almenna þjónustu. Fjölskylduvæn eign sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar veitir Elsa, löggiltur fasteignasali sími: 664-6013 eða elsa@domus.is