Brekkubyggð - 540 Blönduós
Brekkubyggð - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 164 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 1977
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 48.730.000
Uppsett verð: 25.000.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala Blönduósi s. 440 6028 kynnir einbýlishús á Blönduósi sem fæst á góðu verði, laust til afhendingar strax. Húsið var byggt 1977. TILBOÐ ÓSKAST!


Brekkubyggð 9 er einbýlsihús frá 1977. Íbúðarhúsið er 130 fm. Húsið er steypt og við það er bílskúr, sem er 34 fm þannig að eignin er alls 164 fm.

Komið er inn í forstofu. Þar inn af er hol, þar sem mætti gera herbergi ef þörf er á. Þar er einnig gestasnyrting. Stofa snýr í vestur og suður og liggur samhliða eldhúsi. Eldhúsinnrétting er nýleg í ágætu standi. Borðkrókur er í eldhúsi.

Nýlegt plastparket er á holi og eldhúsi. Í stofu er eldra parket, á svefnherbergisgangi er spónakarket, plastparket á 2 svefhnerbergjum og dúkur á hjónaherbergi.

Inn af eldhúsi er lítil geymsla og bakútgangur.

Við svefnherbergjagang eru 3 svefnherbergi. Eitt þeirra var áður tvö herbergi og því tvær dyr inn í herbergið, og mætti gera úr því tvö lítil herbergi.

Sólpallur er við húsið. Í bílskúr er góð lofthæð en þar er steypt gólf óslétt og útveggir að mestu óeinangraðir. Innkeyrsla er malborin. 
Tréverk í gluggum og útihurðum þarfnast viðhalds og gler í gluggum þarfnast endurnýjunar, í það minnsta að hluta til. Ofnar eru gamlir og þarfnast endurnýjunar á næstunni. Ekki eru fataskápar í herbergjum og lítið um ljósastæði. Ástand lagna er ekki þekkt, og eru áhugasamir hvattir til að leita aðstoðar fagmanna við skoðun.

 

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is