Hlíðarvegur - 580 Siglufjörður
Hlíðarvegur - 580 Siglufjörður
Staðsetning: 580 Siglufjörður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 3
Stærð: 95 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 0
Byggingarár: 1955
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 17.850.000
Uppsett verð: 23.000.000

Aftur á myndalista

Hlíðarvegur  Siglufirði -
GLÆSLEGAR ÍBÚÐIR

ÚTSÝNI -
Hátt til lofts og vítt til veggja


 *  Eignir eru lausar strax 

Um er að ræða glæsilegar 2ja og 3ja  herbergja íbúðir ný standsettu í 15 íbúða fjölbýli með lyftu á Siglufirði.
 96 ferm. verð 24,5 millj.
 87 ferm. verð 25 millj. ( í leigu )
114 ferm. verð 32 millj. ( í leigu )
 69 ferm. verð 23 millj.


 
Flestar íbúðir eru með:
Innréttingar eru HTH, brúnn Havana. Skápar eru í svefnherbergjum og í forstofu.
AEG eldhústæki og blöndunartæki og vaskur eru frá Tengi.
Á gólfum fyrir utan baðherbergi er harðparket með eikar útliti frá Birgisson.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, innrétting, upphengt wc og sturta. Tæki eru frá Tengi. 
Geymslur eru með öllum íbúðum og skilast málaðar með steingólfi. Gengið er út á svalir úr stofu. 


Frekari upplýsingar má lesa á heimasíðunni www.gagginn.is  

Annað:

Húsið var teiknað hjá Húsameistara ríkisins undir umsjón Guðjóns Samúelssonar og var formlega tekið í notkun sem skólahús 6. október 1957. Framkvæmdir hófust við húsið árið 2015 og voru gerðar breytingar á innra skipulagi, auk þess sem bætt var við þakkvisti og svölum. Breytingateikningar voru gerðar af Elínu Þorsteinsdóttur innanhússarkitekt og Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar ehf.
Húsið er staðsteypt, alls þrjár hæðir auk rishæðar. 
Íbúðir í húsinu eru 15 talsins:  4 íbúðir á jarðhæð, 5 íbúðir á 1. hæð, 4 íbúðir á 2. hæð og 2 íbúðir í risi.
Inngangar í húsið eru bæði frá Vallargötu á norðurhlið hússins og að ofanverðu frá Hlíðarvegi. 
Sameign í húsinu verður fullfrágengin með dúk á gólfum.  Anddyri hússins er rúmgott og bjart, hátt til lofts og stórir gluggar til vesturs sem setja mikinn svip á húsið.

Bílastæði eru bæði að neðanverðu við Vallargötu sem og við Hlíðarveg.

Vegna góðrar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum til sölu og til leigu. Frítt söluverðmat án skuldbindinga. Hringdu núna í síma  897-6060 eða dungal@domus.is og bókaðu tíma.  
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Domus fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 55.800.-