Karlagata - 105 Reykjavík (Austurbær)
Karlagata - 105 Reykjavík (Austurbær)
Staðsetning: 105 Reykjavík (Austurbær)
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 2
Stærð: 54 m2
Svefnherbergi: 1
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1937
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 16.100.000
Uppsett verð: 31.900.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson löggiltur fasteignasali s:896-6076 kynna í einkasölu Snyrtilega og bjarta 54,9 fm 2 herbergja íbúð á 1 hæð í þríbýli að Karlagötu 11 á eftirsóttum stað í Reykjavík.  Garður er sameiginlegur og sólríkur. Húsið er hraunað að utan. Inngangur er sameiginlegur með efri hæð. Við hlið íbúðar er geymsla sem eignin hefur afnot af og  er ekki inni í fm tölu þ.s áður var gengið niður í kjallara. Birtir fm skv. skráningu hjá Þjóðskrá eru 54,9 fm en í eignaskiptayfirlýsingu frá 6 nóv.1985 kemur fram að eignin sé 64,2 fm. 

Stutt er í fjölbreytta verslun, veitingastaði og fjölbreytta þjónustu í miðbæ Reykjavíkur. Sundhöll Reykjavíkur er örstutt og frá og í næsta nágrenni er útivistarsvæðið á Klambratúni með Frisbígolfvelli. Kjarvalsstaðir og Mathöllin á Hlemmi eru í léttu göngufæri.

Möguleiki á stuttum afhendingartíma. Frábær fyrsta eign.

Nánari lýsing:
Gangur
er með parketi á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt með parketi á gólfi og góðum hornglugga.
Svefnherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og skáp.
Eldhús er flísum á gólfi og veggjum við vinnuborð, ljósri innréttingu og borðkrók. Nýleg blöndunartæki á vaski.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, sturtu og innréttingu. Tengt fyrir þvottavél. Nýleg blöndunartæki á handlaug.

Útigeymsla og garður er sameiginlegur. Eitt bílastæði er á lóð og er það í sameign. Gluggar að innan voru málaðir nýlega.

Lóðarleigusamningur er útrunninn og búið er sækja um nýjan lóðarleigusamning hjá Reykjavíkurborg.

Mjög vel staðsett eign á eftirsóttum stað í borginni.


Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Domus fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 55.800.-