Engimýri - 600 Akureyri
Engimýri - 600 Akureyri
Staðsetning: 600 Akureyri
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 165 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 1953
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 42.150.000
Uppsett verð: 52.900.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala og Ársæll lgfd. S:896-6076 kynna fallegt og mikið endurnýjað 165,8 fm 5 herbergja einbýlishús á góðum stað í brekkunni. Eignin skiptist í hæð, ris og kjallara. Suðursólpallur er við húsið og hellulagt bílastæði ásamt stétt sem er þarfnast lagfæringar. Garður er gróinn.

Mjög góð staðsetning í brekkunni þar sem miðbær Akureyrar er í þægilegu göngufæri og sundlaug Akureyrar. Möguleiki að gera aukaíbúð í risi eða kjallara. 

Lýsing: hæð: 
er forstofa, eldhús, stofa/borðstofa, snyrting (tengt fyrir þvottavél og þurrkara), og herbergi. Ris: hjónaherbergi, 2 svefnherbergi, hol og baðherbergi. Kjallari: geymslur og möguleiki að gera þvottahús. Steyptur stigi er á milli hæða.

Nánari lýsing:
Hæð:
Forstofa
er með flísum á gólfi og fatahengi. 
Hol/gangur er með flísum á gólfi.
Stofa/borðstofa var áður aðskilið en búið er að opna á milli. Parket á gólfi og úr stofu er útgengt á suðursólpall.
Eldhús er með vandaðri eikarinnréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa og ofn í vinnuhæð. Flísar á gólfi.
Herbergi er með flísum á gólfi.
Snyrting er með flísum á gólfi og veggjum, upph. wc, ljós innrétting og tengt fyrir þottavél.
Ris:
Hol 
er með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og skáp.
Svefnherbergin eru bæði með parketi á gólfum og skápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, ljós innrétting, sturta, upph.wc og handklæðaofn.
Kjallari:
Í kjallara er geymslur og möguleiki á að gera þvottahús. Einnig möguleiki á að innrétta aukaíbúð í kjallara.

Eignin var mikið endurnýjuð á árunum 2004-2008. Skipt var um glugga og gler, hiti settur í gólf þ.s er flísalagt, skipt var um járn og pappa á þaki, skipt um rennur bakatil. Dren var sett árið 2002.

Góð eign sem hefur fengið gott viðhald á mjög góðum stað á Akureyri.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Domus fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900