Dalsel - 700 Egilsstaðir
Dalsel - 700 Egilsstaðir
Staðsetning: 700 Egilsstaðir
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 181 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Raðhús
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 2018
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 0
Uppsett verð: 37.300.000

Aftur á myndalista


Miðjuíbúð í þriggja íbúða raðhúsi við Dalsel Egilsstöðum. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, stofa, sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.  Úr forstofu er innangengt í bílskúr, gegnum þvottahús.  Möguleiki er á auka salerni með sturtu innaf þvottahúsi.  Gengið er inn í forstofu og einnig er sér inngangur í bílskúr. Svalahurð er út á verönd til suðurs, einnig er hurð út í garð frá bílskúr til suðurs.  Mikil lofthæð er í bílskúr og íbúð, en gert er ráð fyrir að loft séu tekin niður yfir svefnherbergjum.  Baðherbergi er með steyptum veggjum upp i loft og gert er ráð fyrir rúmgóðri sturtu með halla í gólfi.
Gert er ráð fyrir arinn á teikningum en hann fylgir ekki með.
Vandaðir álklæddir timburgluggar og hurðir eru í húsinu.
Neysluvatns- og gólfhitalagnir eru í gólfum og raflagnir eru í steyptum veggjum.
Einnig eru lagnir fyrir heitan pott við verönd.

Húsið selst fullbúið að utan með múrhúð og grófjafnaðri lóð. 
Að innan eru loftin einangruð og steinveggir sandspaslaðir. 
Tilbúið til að setja upp létta milliveggi, eftir að klæða loft.