Álfhólsvegur - 200 Kópavogur
Álfhólsvegur - 200 Kópavogur
Staðsetning: 200 Kópavogur
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 165 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Hæð
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 1969
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 48.170.000
Uppsett verð: 59.900.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

Domus fasteignasala og Ársæll lgfs. 896-6076 kynna í einkasölu fallega og vel skipulagða 165,4 fm 6 herbergja neðri sérhæð með sérinngangi og rúmgóðum bílskúr. Íbúðarhlutinn er 135,5 fm, bílskúr 22,5 fm og skráð geymsla innaf bílskúr 7,2 fm. Samtals 165,4 fm. Búið er að fjarlægja millivegg fyrir geymslu í bílskúr þ.a að skúrinn er 29,9 fm. Hiti er í hellulögðu bílaplani. Sameiginlegur garður. Úr stofu er útgengt á sólpall.

Góð og fjölskylduvæn eign miðsvæðis í Kópavogi þ.s er stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu í Hamraborg og nágrenni. Grunnskóli og leikskóli eru í næsta nágrenni og stutt út á stofnbraut.

Sumarið 2017 var skipt um botnstykki í gluggum á herbergjum en skipta þarf um botnstykki í stofuglugga. Rennur og niðurföll voru yfirfarin og löguð þar sem þess þurfti. Járn á þaki var endurnýjað 2009. 

Stutt lýsing:  
Sérinngangur, forstofa, gestasnyrting, hol, stofa, sjónvarpshol, eldhús, þvottahús, 4 svefnherbergi, baðherbergi, geymsla innan íbúðar og bílskúr.

Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og skáp. Gestasnyrting með wc og handlaug er innaf forstofu.
Hol er með harðparketi á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi og arinn. 
Sjónvarpshol (stofa2) er með harðparketi á gólfi. 
Eldhús er með flísum á gólfi og á milli efri og neðri skápa. Falleg innrétting frá 2007 er með ofn í vinnuhæð, helluborði og háf. Góður borðkrókur.
Þvottahús er innaf eldhúsi og með flísum á gólfi. Ljós innrétting þ.s tæki eru í vinnuhæð og vaski. Gott pláss fyrir frystikistu er á bak við hurð.
Gangur er með parketi á gólfi og er útgengt á sólpall af gangi.
Hjónaherbergi er með góðum skáp og harðparketi á gólfi.
Svefnhergin eru 3 og öll með harðparketi á gólfi og skápum.
Baðherbergi er með flísum á veggjum og gólfi, sturtuklefa og ljósri innréttingu.
Geymsla er á gangi.
Bílskúr er með vinnuborði, innréttingu. Heitt og kalt vatn.

Sameiginleg geymsla er í hitakompu og hefur hvor íbúð sinn hitamæli. Ekki er starfandi húsfélag í húsinu og er því enginn hússjóður.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Domus fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900