Melgerði - 200 Kópavogur
Melgerði - 200 Kópavogur
Staðsetning: 200 Kópavogur
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 139 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Hæð
Baðherbergi: 2
Stofur: 0
Byggingarár: 1969
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 35.700.000
Uppsett verð: 57.900.000

Aftur á myndalista

** Eignin er SELD með fyrirvara um fjármögnun**

Domus fasteignasala kynnir fallega 139 fm. hæð í þríbýlishúsi með sér inngangi og bílskúrsrétti á vinsælum stað í vesturbæ Kópavogs. Húsið var múrviðgert og málað fyrir 4 árum. Skipt var um gler og glugga þar sem þurfti. Góð fjölskyldueign. Sér bílastæði við húsið.  


Skipting eignar: Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, hol, stofu/borðstofu, eldhús, þvottahús/búr, 4 svefnherbergi, fataherbergi inn af hjónaherbergi, svefnherbergisgangur.

Lýsing eignar:
Forstofa: Forstofan er með flísum á gólfi og fataskáp.
Gestasalerni: Inn af forstofu er nýlega uppgert gestasalerni, upphengt klósett og flísalagt upp hálfa veggi.
Hol: Holið er mjög rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergisgangur: Svefnherbergisgangurinn er með parketi á gólfi.
Herbergi: Fjögur herbergi eru í íbúðinni. Tvö herbergin eru með plastparketi á gólfi og eitt með dúk á gólfi. Hjónaherbergið er með parketi á gólfi. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi með parketi á gólfi og glugga. Útgengi út á svalir út frá hjónaherbergi.  
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott og bjart með upprunalegri innréttingu, flísar á milli skápa, borðkrók og kork á gólfi. Skipt var um gler og glugga fyrir ca 1 ½ ári síðan.  
Þvottahús/búr: Inn af eldhúsi er Þvottahús með flísum á golfi, skápum og vaski. Geymslan/búrið er með hillum. Nýlegt gler í þvottahúsi.
Stofa/Borðstofa: Stofan er björt og rúmgóð með parketi á gólfi. Útgengi út á rúmgóðar suð-vestur svalir út frá stofu. Síðasta vor var skipt um gler og glugga í suður stofuglugga.    
Baðherbergi: Baðherbergið er nýlega uppgert,flísalagt í hólf og gólf. Flísalögð sturta, baðkar, upphengt klósett, innrétting og  gluggi með nýlegu gleri. Nýlegt gler á baðherbergi.

Um er að ræða mjög góða eign á  vinsælum stað í kópavogi þar sem stutt er í alla almenna þjónustu samanber sundlaug, skóla og leikskóla. Bílskúrsréttur fylgir eigninni. Fjölskylduvæn eign sem vert er að skoða.

Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf um eignina veitir Elsa Björg löggiltur fasteignasali sími: 664 - 6013 eða elsa@domus.is