Melagata - 740 Neskaupstaður
Melagata - 740 Neskaupstaður
Staðsetning: 740 Neskaupstaður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 246 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 3
Byggingarár: 1956
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 58.200.000
Uppsett verð: 37.900.000

Aftur á myndalista

Reisulegt einbýlishús með aukaíbúð á jarðhæð ásamt 72 fm bílskúr.
Sérhæð:  Komið er í forstofu með flísum, fatahengi. Rúmgott  og bjart Innrahol með parketi, geymsluherbergi (var stigi niður á jarðhæð). Eldhús með dúk, falleg Brúnás innrétting , með flísar á milli skápa tengi fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð, borðkrókur, vaskur við glugga, helluborð og vifta.  Hjónaherbergi með parketi, rúmgóðir skápar. Tvö svefnherbergi með parketi. Stofa og borðstofa sem eru bjartar með stórfenglegu útsýni. Baðherbergi sem nýlega er búið að endurnýja, flísar í hólf og gólf, stór sturtuklefi, gluggi, vaskur í innréttingu, hiti í gólfi.  Þvottahús með flísum, vaskur í borði,  gengt er upp manngengt geymsluloft, einnig er dyr út á skjólgóðan stóran sólpall. .
Íbúð  á jarðhæð. Komið er í forstofu með flísum. Herbergi með parketi, fataskápur. Baðherbergi með dúk, sturtuklefi. Eldhús með parketi, ágæt eldri innrétting, ofn, helluborð og vifta, borðkrókur. Björt stofa með parketi.
Bílskúr 72 fm.
Bílskúrinn stendur sér á lóð með gönguhurð, innkeyrsluhurð. Málað gólf, stórt vinnuborð, hillur og geymsluloft, geymsluherbergi, vatn og rafmagn.
Nýlega búið að endurnýja járn og yfirfara þök á íbúðarhúsi og bílskúr
 
Einstaklega gott einbýlishús ásamt bílskúr með stórglæsilegu útsýni –
GÓÐ EIGN  - STUTT Í ALLA ÞJÓNUSTU