Garðavegur - 530 Hvammstangi
Garðavegur - 530 Hvammstangi
Staðsetning: 530 Hvammstangi
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 161 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 1974
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 49.000.000
Uppsett verð: 39.600.000

Aftur á myndalista

Fasteignasalan Domus á Blönduósi kynnir glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús með bílskúr á Hvammstanga. Vel staðsett ofarlega i bænum með frábært útsýni.

Garðavegur 28 er byggt úr steinsteypu árið 1974. Árið 2008 voru allar innréttingar, gólfefni, vatns- og raflagnir endurnýjaðar og settur gólfhiti í allt húsið, skipt um allt gler, gluggapósta og opnanleg fög. Jafnframt voru loftaþiljur endurnýjaðar í húsinu að stofu undanskilinni.

Gengið er inn í bjarta forstofu með nýlegri útihurð, flísar á gólfi og rúmgott fatahengi. Þaðan er gengið inn í hol þar sem stofa er til vinstri, eldhús beint áfram og svefnherbergisgangur til hægri. Innaf eldhúsi er þvottahús og gestasnyrting ásamt útgangi í garð.

Eldhúsið er rúmgott með nýlegri innréttingu og stórri eyju með miklu borðplássi. Mjög mikið skápapláss og stórir gluggar með útsýni yfir Miðfjörðinn.

Stofa og borðstofa eru eitt bjart rými með mikla lofthæð og glugga í 3 áttir, gott útsýni yfir Miðfjörðinn.

Hjónaherbergi er rúmgott með nýlegum og vönduðum fataskáp, tvö minni svefnherbergi eru án fastra skápa. 

Baðherbergi er með baðkeri og góðum sturtuklefa, vegghengdu salerni og góðri innréttingu.

Gólfefni: Forstofa, hol, eldhús, baðherbergi, þvottahús og gestasnyrting eru með flísar á gólfum, en parket á stofu, svefnherbergisgangi og svefnherbergjum. 

Bílskúrinn er rúmgóður, 41,3 fermetrar, einangraður og upphitaður. Þar er gryfja, og undir skúrnum og hluta hússins er manngengur kjallari sem ekki er með í skráðum fermetrum.

Ytra byrði hússins þarfnast aðhlynningar og málningar og þakkantur þarfnast lagfæringar. Æskilegt að endurbæta vatnsvörn á bílskúrsþaki.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is