Hásteinsvegur - 825 Stokkseyri
Hásteinsvegur - 825 Stokkseyri
Staðsetning: 825 Stokkseyri
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 192 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 1974
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 57.080.000
Uppsett verð: 31.900.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

Domus fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson lgfs 896-6076 kynna í einkasölu 192 fm 5 herbergja einbýlishús á fallegri sjávarlóð að Hásteinsvegi 18 á Stokkseyri. Húsið er 146 fm og áfastur bílskúr er 46 fm. Malarplan er fyrir framan bílskúr. Stór og gróinn garður með góðum suðursólpalli og ræktunarkössum. Einstaklega falleg staðsetning við sjóinn. 

Húsið þarfnast lagfæringar og fengu seljendur Eflu verðfræðistofu til að gera ítarlega skýrslu um ástand hússins sem áhugasömum aðilum verður kynnt nánar. Einnig var skipt um glugga á baðherbergi og er frágangi að utanverðu ólokið. Búið er að endurnýja ofna í húsinu. Baðherbergið er nýuupgert.

Fjölskylduvænn staður þar sem grunnskóli og leikskóli eru í þægilegu göngufæri ásamt verslun. Stutt í fallega náttúru og einungis um 10 mínútna akstur í fjölbreytta verslun og þjónustu á Selfossi.

Stutt lýsing: 
Forstofa, stofa, eldhús, baðherbergi, gestasnyrting, 4 svefnherbergi, þvottahús, búrgeymsla og bílskúr.

Nánari lýsing: 
Forstofa
er með flísum á gólfi og skáp.
Hol er með parketi á gólfi. Gestasnyrting með wc og handlaug er í holi.
Stofa er stór og björt með parketi á gólfi stórum gluggum. Útgengt er á góðan suðursólpall. Gluggi með svalahurð þarfnast lagfæringar eða endurnýjunar. Sjá ástandskýrslu. Hinn glugginn er með góðu gleri og eru ummerki um raka er undir glugganum.
Eldhús er með dúkflísum á gólfi og viðarinnréttingu. Góður borðkrókur. Innaf eldhúsi er búrgeymsla með hillum.
Gangur er með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er með dúk á gólfi og skáp.
Svefnherbergin eru 3 og öll með dúk á gólfum.
Baðherbergi, búið er að endurnýja baðherbergið og verða flísar á gólfi, á vatnskassa og í sturtu. Upph.wc, "walkin" sturta. Búið er að skipta um glugga en frágangi að utanverðu er ólokið.
Þvottahús er innaf eldhúsi.
Bílskúr er 46 fm og með gönguhurð út í garðinn. Búið er að skipta um glugga. Að framanverðu er gönguhurð.

Mjög falleg staðsetning við sjóinn. Húsið þarfnast lagfæringar og býður upp á gott tækifæri fyrir laghentan aðila að laga húsið. Ítarleg úttektarsskýrsla frá Eflu verkfræðistofu fylgir með eigninni.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Domus fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 

Vegna góðrar sölu undanfarið get ég bætt við mig eignum til sölu og til leigu. Frítt söluverðmat án skuldbindinga. Hringdu núna í síma  896-6076 og bókaðu tíma.  


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900