Húnabraut - 540 Blönduós
Húnabraut - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 162 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Hæð
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1944
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 39.880.000
Uppsett verð: 25.900.000

Aftur á myndalista

Domus á Blönduósi hefur fengið í einkasölu stóra sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Húnabraut 40 er  byggt úr steinsteypu árið 1944. Íbúðin er skráð 128,3 fermetrar og bílskúrinn 34,4 fermetrar. Eignin er öll einangruð að utan og klædd með Steni-klæðningu.
Gengið er inn um skjólgóðan sérinngang um útitröppur framan á húsinu. Komið er inn í flíslagða forstofu með rúmgott herbergi á vinstri hönd. Innaf forstofu er hol, baðherbergi og eldhús á vinstri hönd og gangur til hægri að rúmgóðri stofu og 2 svefnherbergjum. Fyrir enda gangsins er lítið geymslurými með útgang á suðursvalir. Stofan er stór með gluggum til suðurs og vesturs, og úr stofunni gengið út á vestursvalir.
Gólfefni: Parket er á holi, gangi, eldhúsi, svefnherbergum og stofu. Það er ágætlega útlítandi þó ekki samstætt í öllum rýmum.
Í eldhúsinu er ágæt eldri innrétting og lítill borðkrókur.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkeri, ágætum innréttingum og tengi fyrir þvottavél/þurrkara. 
Í svefnherbergjum eru upprunalegir innbyggðir skápar.
Ofnar og hitalagnir eru endurnýjaðar að hluta. Frárennsli út í götu var endurnýjað árið 2003 eða þar um bil. Kalt geymsluloft er yfir íbúðinni. Merki eru um leka við skorstein.
Bílskúrinn er með vængjahurð og göngudyr í öðrum vængnum. Þar eru vinnuborð og hillur, ágæt lýsing, lakkað gólf og aðskilin geymsla með hillum á veggjum.
Lóðin er skráð 1450 fermetrar ágætlega gróin og innkeyrsla malborin.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is