Hafnarbyggð - 690 Vopnafjörður
Hafnarbyggð - 690 Vopnafjörður
Staðsetning: 690 Vopnafjörður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 7
Stærð: 243 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 1980
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 64.350.000
Uppsett verð: 24.900.000

Aftur á myndalista

Einbýlishús ásamt bílskúr að Hafnarbyggð Vopnafirði. ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐUM.
243,4 fm einbýlishús þar af er 38,2 fm bílskúr. 4 til 5 svefnherbergi. 2 til 3 stofur. 2 baðherbergi.
Efri hæð: Komið er í forstofu með flísum, fatahengi, fataherbergi. Hol með parketflísum. Eldhús með parketflísum, falleg og endurnýjuð innrétting, flísar á milli skápa, ofn í vinnuhæð, helluborð og vifta, uppþvottavél. Rúmgóð stofa og borðstofa með parketflísum, gengt er út á útsýnissvalir frá stofu. Herbergi inn af stofu með parketflísum. Svefnherbergisgangur með parketi, fataskápur. Rúmgott herbergi(voru tvö herbergi, auðvelt að breyta aftur þar sem það eru tvær hurðar) parket á gólfi. Baðherbergi með parketflísum, baðkar og sturtuklefi, gluggi, vaskur í borði. Herbergi með parketi, fataskápur. Frá setustofu er timburstigi niður á jarðhæð.
Jarðhæð: Sér inngangur (var sér íbúð hægt að breyta því aftur). Komið er í forstofu með flísum, fatahengi. Rúmgott hol með parketi. Nýlega endurnýjað baðherbergi með flísum, sturtuklefi. Bjart og gott herbergi með parketi. Þvottahús með dúk,  Nýlega búið að endurnýja ofnakerfið. Nýlegur hitakútur. Bílskúr með hita, vatni og rafmagni. Gler endurnýjað að hluta. Þak og þakskegg nýlega málað. Óskað er eftir tilboðum.
 
GÓÐ EIGN Á  VINSÆLUUM STAÐ – STUTT ER Í ALLA ÞJÓNUSTU