Ljósalind - 201 Kópavogur
Ljósalind - 201 Kópavogur
Staðsetning: 201 Kópavogur
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 3
Stærð: 97 m2
Svefnherbergi: 2
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 2000
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 31.150.000
Uppsett verð: 46.900.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

** Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun** Góð eftirspurn var eftir eigninni og vantar okkur 3 -4 herbergja íbúðir á skrá í hvefinu og næsta nágrenni.** Frítt söluverðmat án skulbindinga. Bókun í síma 896-6076**

Domus fasteignasala og Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali 896076 kynna í einkasölu bjarta og vel skipulagða 97,9 fm 3 herbergja útsýnisíbúð með suðvestursvölum í Ljósalind 4 í Kópavogi merkt 02-0302. Samkvæmt þjóðskrá er skipting eignarinnar þannig að íbúðin er 95,4 fm og geymsla í kjallara er 2,5 fm. Íbúðin er skráð á 3 hæð en af bílastæði er aðeins ein og hálf hæð upp í íbúðina. Garður og bílastæði eru sameiginleg. Snyrtileg sameign og í kjallara er hjólageymsla.

Húsið er steinað að utan. Sameign er snyrtileg og var hún máluð og skipt um teppi árið 2017. Mjög góð staðsetning í Kópavogi þ.s er stutt í grunn og leikskóla. Fjölbreytt verslun og þjónusta er í næsta nágrenni m.s Lindir, Smáratorg og Smáralind. 


Nánari lýsing:
Forstofa er með skáp og parketi á gólfi.
Hol er með parketi á gólfi.
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi. Úr stofu er útgengt á rúmgóðar suðvestursvalir með flísum á svalagólfi og fallegu útsýni. 
Eldhús er opið að hluta og stúkað af frá stofu með lágum vegg. Viðarinnrétting með efri skápum sem ná til lofts. Flísar á milli efri og neðri skápa. Helluborð, háfur og ofn í vinnuhæð. Borðkrókur með útsýni til suðvesturs.
Þvottahús er innaf eldhúsi og með flísum á gólfi og hillum.
Hjónaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og fataherbergi.
Svefnherbergi er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar m.sturtu, handkl.ofn og upph. wc. Falleg handlaug á glerborði.
Geymsla í kjallara er 2,5 fm og með hillum.

Samkvæmt teikningu er fataherbergið teiknað sem geymsla innan íbúðar með hurð úr holi. Mögulegt er að breyta aftur og gera að geymslu. Hússjóður er kr. 13.557.pr.mán. Innifalið er m.a þrif á sameign og húseigendatrygging.

Vönduð og falleg eign á frábærum stað í Kópavogi.


Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Domus fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 55.800.-