Hringbraut - 101 Reykjavík (Miðbær)
Hringbraut - 101 Reykjavík (Miðbær)
Staðsetning: 101 Reykjavík (Miðbær)
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 3
Stærð: 93 m2
Svefnherbergi: 2
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1942
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 26.250.000
Uppsett verð: 43.900.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson lgfs S:896-6076 kynna í einkasölu  rúmgóða 93,2 fm 4 herbergja endaíbúð á 3 hæð með suðursvölum ásamt aukaherbergi í risi við Hringbraut 41 í Reykjavík. Samkvæmt birtum fm frá Þjóðskrár er íbúðin 79,2 fm, herbergi í risi 6.1 fm og geymsla í kjallara 7,9 fm samtals 93,2 fm. Hjólageymsla er sérstæð með Hringbraut 43-47. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara þ.s hver íbúð er með sína þvottavél.

Bílastæði eru á bak við húsið og er ekið inn á bílastæði frá Birkimel. Inngangur í kjallara er frá bílastæði og eru bjöllur þar einnig. Stigagangur er dúklagður með slitsterkum linoleum dúk. Garður er sameiginlegur. Þvottahús er sameiginlegt í kjallara.

Verið er að klára veigamiklar viðgerðir á húsinu að utan og á þaki. Búið er að greiða kostnaðarhlut eignarinnar í viðgerðunum. Í verkinu var innifalið að framkvæma steypu- og múrviðgerðir, endursteina múrfleti, endurnýja glugga og endurnýja þakpappa og þakjárn á húsinu. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll í síma 896-6076 og á netfanginu as@domus.is


Forstofa/hol er með parketi á gólfi.
Stofa er rúmgóð og með parketi á gólfi.
Eldhús er ljósri innréttingu og bórðkrók. Parket á gólfi. Gott útsýni úr eldhúsi. Hljóðeinangrandi gler í glugga.
Hjónaherbergi er stórt og með skáp. Parket á gólfi. Hljóðeinangrandi gler í hornglugga á gafli.
Svefnherbergi/stofa2 er með tvöfaldri hurð á milli stofunnar. Útgengt á suðursvalir. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með baðkari og speglaskápum. Flísar á gólfi og vegg við baðkar.
Risherbergi er í útleigu og á hæðinni aðgangur að salerni. Nýlegur opnanlegur þakgluggi.
Geymsla er 7,9 fm og staðsett í kjallara.

Um er að ræða elsta fjölbýlishús Reykjavíkur ásamt Hringbraut 43-45 og "mjög var vandað til þeirra að öllu leyti" samkvæmt umsögn Minjastofnunar. Miðbær Reykjavíkur og Háskóla Íslands í þægilegu göngufæri. Stutt er út á Ægissíðu á Grandann.

Hússjóðurinn er skuldlaus og er inneign í hússjóði Hringbrautar 41.

Fasteignamat fyrir árið 2020 verður 42.350.000.-

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900