Hólmatún - 225 Álftanes
Hólmatún - 225 Álftanes
Staðsetning: 225 Álftanes
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 149 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Parhús
Baðherbergi: 1
Stofur: 2
Byggingarár: 2000
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 65.200.000
Uppsett verð: 69.900.000

Aftur á myndalista

Domus kynnir: Einstaklega vandað og glæsilegt 149,8 fm. parhús þar af 24,4 fm. bílskúr.  Húsið er á einni hæð og allt hið vandaðasta. 3 svefnherbergi. Rúmgóður pallur og fallegur garður. Baðherbergið nýlega tekið í gegn. Eldhúsið endurnýjað fyrir 8 árum síðan. Nýlegt geymsluhús í garðinum.

Nánari lýsing:
Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, borðstofu, þvottahús/geymslu, baðherbergi, 3 svefnherbergi og  Bílskúr.

Forstofa: Forstofan er með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhús: Eldhúsið er opið inn í stofu með parket á gólfi og fallegri hvítri innréttingu með góðu skápaplássi og eyju með skápum.   
Stofa/borðstofa: Björt og falleg stofa með með parket á gólfi. Útgengi er út á pall út frá borðstofu.
Gangur: Rúmgóður gangur með parketi á gólfi.
Herbergi: Húsið er með 3 svefnherbergjum með parketi á gólfum. Hjónaherbergið er rúmgott með skápum.  Annað herbergið er með skápum.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar, flísalögð sturta, falleg hvít innrétting með miklu skápaplássi, gluggi, upphengt klósett og handklæðaofn.  
Þvottahús/geymsla: Rúmgott þvottahús með flísum á gólfi, vinnuborði og hillum. Innangengt í bílskúr frá þvottahúsi.
Bílskúr: Bílskúrinn er með steyptu gólfi .
 
Um er að ræða glæsilegt og vandað parhús á góðum stað á  Álftanesinu  í mikilli nálægð við náttúruna.  Stutt í alla almenna þjónustu skóla og leikskóla. Eign sem vert er að skoða.
 
Nánari upplýsingar veitir Elsa löggiltur fasteignasali  í síma 664-6013 eða elsa@domus.is