Döllugata aukaíbúð - 113 Reykjavík (Grafarholt)
Döllugata aukaíbúð - 113 Reykjavík (Grafarholt)
Staðsetning: 113 Reykjavík (Grafarholt)
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 8
Stærð: 328 m2
Svefnherbergi: 5
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 3
Stofur: 3
Byggingarár: 0
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 0
Uppsett verð: 99.800.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala og Ársæll Ó. Steinmóðsson lgfs. S:896-6076 kynna í einkasölu 328,7 fm einbýlishús á 2 hæðum og með aukaíbúð  við Reynisás innst í Úlfarsárdal. Húsið verður afhent tilbúið að utan en að innan skv. byggingastigi.5 IST 51.2001 með þeim undantekningum  sem sjá má nánar í skilalýsingu. Möguleiki er á að vera með 2 aukaíbúðir á neðri hæð. 

Skv. birtum fm frá þjóðskrá og gildum samþykktum teikningum er heildarstærð 328 ,7 fm sem skiptast þannig að efri hæð merkt 0201 er 142,7 fm, aukaíbúð á neðri hæð merkt 0101 er 59,6 fm, rými 2 á neðri hæð þ.s möguleiki er að gera aukaíbúð 2 merkt 0102 er 83,9 fm og innbyggður  bílskúr er 42,5 fm.

Húsið verður afhent fulleinangrað og loft og útveggir sem eru einangraðir utan frá verða tilbúinr til sandspörslunar. Veggir einangraðir innan frá verða múrhúðaðir. Hitalögn í gólfi verður frágengin og gólf tilbúin undir gólfefni. Gólfhitakistur verða frágengnar en rarfrænar stýringar fylgja ekki með. Sandspörslun og léttir innveggir fylgja ekki.

Samkvæmt skilalýsingu verða útveggir sem ekki eru klæddir filthúðaðir með steiningarlími og málaðir, klæddir veggir verða með dökkgrárri Reynobond 4 mm álklæðningu og og timbri. Lóð grófjöfnuð þ.a jarvegsskiptum verður lokið undir hellulögnum og önnur svæði skilast ca 20 cm undir endanlegu yfirborði. Hleðslu á náttúrugrjóti verður lokið. Þök eru staðsteypt og fulleinangruð og ysta klæðning þaka er úr PVC dúk. Sjá nánar í skilalýsingu.

Samkvæmt teikningum er skipulag áætlað skv. eftirfarandi lýsingu:
Efri hæð:

Anddyri, gangur, stofa/borðstofa þ.s er útgengt á góðar suðursvalir, sjónvarpshol, Eldhús, Hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr sem er innangengt í af efri hæð. Sjá nánar á 3d mynd.

Neðri hæð möguleiki 1:
Alrými/gangur þ.s er útgengt á suðurpall, 2 svefnherbergi og baðherbergi. Aukaíbúð: Anddyri, stofa og eldhús í opnu rými, hjónaherbergi og baðherbergi þ.s er tengt f. þvottavél og geymsla með glugga sem gæti nýst sem herberg, geymsla 8,7 fm fyrir efri hæð. Sjá nánar á  3d  mynd.

Neðri hæð möguleiki 2:
Aukaíbúð 1: Anddyri, stofa og eldhús í opnu rými, hjónaherbergi og baðherbergi þ.s er tengt f. þvottavél og geymsla með glugga sem gæti nýst sem herbergi, Aukaíbúð 1 Gangur/anddyri, stofa og eldhús í opnu rými, hjónaherbergi og baðherbergi þ.s er tengt f. þvottavél, geymsla 8,7 fm fyrir efri hæð. Sjá nánar á  3d  mynd.

Afhending er við kaupsamning.

Kaupendur greiða 0,3% skipulagsgjald af brunabótamati þegar það hefur verið lagt á.

Hönnun: Erro hönnun Ríkharður Oddsson
Byggingaraðili: Byggingafélagið Bogi ehf.

Nánari upplýsingar má finna í skilalysingu.


Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á
netfangið as@domus.is 

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.520.-