Bogabraut - 545 Skagaströnd
Bogabraut - 545 Skagaströnd
Staðsetning: 545 Skagaströnd
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 117 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 0
Byggingarár: 1960
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 37.000.000
Uppsett verð: 22.100.000

Aftur á myndalista

Fasteignasalan Domus á Blönduósi kynnir vel staðsett 117 fermetra einbýlishús á Skagaströnd, byggt árið 1960 úr steinsteypu. Stutt er í alla þjónustu svo sem skóla, íþróttahús og verslun. Eignin var endurbætt mikið árið 2015 með nýjum ofnum og hitalögnum, nýjum neysluvatnslögnum, frárennsli, baðherbergi endurnýjað, parket á svefnherbergi og eldhús og gler í gluggum að mestu.

Húsið skiptist í 3 svefnherbergi, stofu, baðherbergi, forstofu og gang/hol sem tengir rýmin saman.
Gengið er inn í forstofu með dúkflísum á gólfi og fatahengi og svo áfram inn í teppalagt hol í miðju hússins. Eldhúsið er með parket á gólfi og upprunalegri eldhúsinnréttingu. Baðherbergið var gert upp árið 2015 og er með sturtu og flísalagt í hólf og gólf. Svefnherbergi eru með nýlegu parketi, í hjónaherbergi er upprunalegur fataskápur. Stofa er með eldra parketi á gólfi og panelklædda veggi. Inn af eldhúsi er þvottahús með flísum á gólfi og sérinngangi, inn af því er geymsla með hillum.

Tréverk utanhúss þarfnast aðhlynningar og kominn tími á utanhússmálningu almennt. Þakrennur eru nýlega endurnýjaðar. 
Eignin hefur verið í rekstri sem gistiheimili undanfarin ár og getur vörumerki ásamt bókunum fylgt ef vilji er til þess.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is