Gauksás - 221 Hafnarfjörður
Gauksás - 221 Hafnarfjörður
Staðsetning: 221 Hafnarfjörður
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 213 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Raðhús
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 2001
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 69.780.000
Uppsett verð: 89.900.000

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta mynd

Domus fasteignasala og Ársæll Ó. Steinmóðsson lgfs. S:896-6076 kynna í einkasölu glæsilegt og vandað 6 herbergja 213,5 fm endaraðhús í Áslandinu í Hafnarfirði. Samkvæmt birtum fm frá Þjóðskrá er íbúðarhlutinn 176,8 fm og innbyggður bílskúr 36,7 fm. Húsið er steinað að utan með álklæðningu á þaki. Fyrir framan er hellulagt bílaplan með snjóbræðslu. Við vesturgaflinn er sólpallur með graníthellum og einnig hellulögð gönguleið meðfram húsinu með snjóbræðslu. Lóð er með möl og náttúrutorfi.

Eignin er vel staðsett á rólegum stað innarlega í botnlanga við Ásfjallið og við fallega gönguleið í kringum Ástjörn. Stutt er á æfingasvæði Hauka og í Ásvallalaug ásamt þjónustukjarna á Tjarnarvöllum. Grunnskóli og leikskóli eru í þægilegu göngufæri.


Núverandi eigendur byggðu húsið og var ekkert til sparað og hefur það alltaf fengið vandað og gott viðhald. Húsið er einangrað að utan. Á gólfum eru vandaðar flísar og gegnheilt niðurlímt eikarparket. Innréttingar eru frá HTH. Bílskúr er með flísum á gólfi. Fallegur steyptur hringstigi með með viðarþrepum og sérsmíðuðu handriði er á milli hæða. Góð lofthæð á efri hæð. Hiti í gólfi á baðherbergi á efri hæð og eldhúsi.

Stutt lýsing: 
Neðri hæð: forstofa, hol, sjonvsrpshol, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. 
Efri hæð: stofa, borðstofa, eldhús, hjónaherbergi, svefnherbergi og baðherbergi.


Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa 
er með flísum á gólfi og skáp.
Hol er með flísum á gólfi.
Sjónvarpshol er með flísum á gólfi.
Svefnherbergi 1 er með niðurlímdu eikarparketi á gólfi og skáp.
Svefnherbergi 2 er með niðurlímdu eikarparketi á gólfi og skáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Upph.wc, handklæðaofn, handlaug og "walkin" sturtu. 
Þvottahús er innaf bílskúr og innangengt úr sjónvarpsholi. Innrétting með tækjum í vinnuhæð og flísum á gólfi.
Geymsla með flísum á gólfi og skápum. Innangengt í bílskúr.
Bílskúr er innbyggður og með flísum á gólfi. Hurð er með rafopnun og einnig er gönguhurð. Hillur á veggjum, innrétting með vinnuborði og lokuð geymsla innst í skúrnum.
Efri hæð:
Stofa er björt með vönduðu niðurlímdu eikarparketi á gólfi. Útgengt er á suðursvalir með graníthellum á svalagólfi sem liggja á gúmmíhringjum svo rigningarvatn renni auðveldlega af svölunum.
Borðstofa er með vönduðu niðurlímdu eikarparketi á gólfi.
Eldhús er með vönduðum flísum á gólfi og innréttingu frá HTH. Bakaraofn er í vinnuhæð, keramik helluborð og háfur. Góður borðkrókur.
Hjónaherbergi er með vönduðu niðurlímdu eikarparketi á gólfi og góðum skápumm. Útgengt er á lítinn sólpall.
Svefnherbergi er með vönduðu niðurlímdu eikarparketi á gólfi og skáp.
Baðherbergi er með flísum í hólf og gólf og hornbaðkari. Innrétting er frá HTH með heilsteyptu borði með handlaug. Hiti í gólfi og gluggi.

Vönduð og glæsileg eign á fallegum stað í Áslandinu í Hafnarfirði.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900