Hlíðarbraut - 540 Blönduós
Hlíðarbraut - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 7
Stærð: 257 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 3
Byggingarár: 1978
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 98.600.000
Uppsett verð: 43.500.000

Aftur á myndalista

Domus Fasteignasala kynnir fallega hannað einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr á skjólsælum stað á Blönduósi.  Eign sem vert er að skoða! 257,8 m²,  4 -5 svefnherbergi, 2 stofur, arinstofa,  borðstofa, eldhús, 2 baðherbergi, tvöfaldur bílskúr, skrifstofa .

Nánari lýsing á jarðhæð
Tveir inngangar, einn í stórt þvottahús með skápum og innréttinu, innangengt er í bílskúr, og annar aðalinngangur sem er með fatahengi. Komið er í bjart alrými á nokkrum pöllum sem telur Arinstofu, Gestastofu, Borðstofu og eldhús. Arinstofan er með steyptum sófa og stórum tvöföldum arinn sem einnig snýr að borðstofu. Úr Arinstofu er gengið út á stóran og sólríkan pall og gróin garð. Gestastofa er með glerskála sem gefur skemmtilegan svip og birtir upp rýmið, Borðstofan rúmar stórt 12 manna borð. Eldhús með upprunalegri innréttingu sem hefur verið hvítlökkuð, mikið skápapláss og innbyggð uppþvottavél.
Á jarðhæðinni er svefnherbergisgangur með 3 góðum herbergjum öll með skápum og parketi auk baðherbergis með sturtugryfju. Náttúrusteinn er á alrými jarðhæðar og nýlegt parket á efri hæð og herbergjum. 


Á Efri hæð er sérlega skemmtilegt rými á tveimur pöllum með Sjónvarpsstofu, og Snyrtiherbergi innaf stofu er bjart Hjónaherbergi með stórum gaflglugga og fataskápum. Baðherbergi með upphengu salerni, innréttingu og sturtu. Á efsta palli er Fataherbergi og Skrifstofa auk geymsluherbergis.
Bílskúrinn er ca.57 fm tvöfaldur með rafmagnsopnara á einni hurð, stóru vinnuborði og vaski. Útgengi í bakgarð úr bílskúr.


Undanfarin 3 ár hefur eignin verið mikið endurnýjuð og bíða fleiri verkefni nýrra eigenda.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson  s 440 6030, stefan@domus.is eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972, stefano@pacta.is