Ránarbraut - 545 Skagaströnd
Ránarbraut - 545 Skagaströnd
Staðsetning: 545 Skagaströnd
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 168 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Raðhús
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 1987
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 52.570.000
Uppsett verð: 33.300.000

Aftur á myndalista

Fasteignasalan Domus á Blönduósi kynnir gott endaraðhús með bílskúr á Skagaströnd. Húsið er á tveimur hæðum, byggt árið 1987 úr steinsteypu, samtals 168,8 fermetrar og þar af er bílskúr 34 fermetrar. Opin svæði eru austan og norðan við húsið og gott útsýni til fjalla.

Inngangur er á neðri hæðina að sunnan, þar er komið inn í flísalagt anddyri með fatahengi. Innaf anddyri er flísalagður gangur, með eldhús á vinstri hönd og parketlagða stofu til hægri. Á neðri hæðinni er jafnframt eitt svefnherbergi, flísalagt þvottahús með útgangi í garð og snyrting með sturtuklefa, flísalögð í hólf og gólf.

Á efri hæð er rúmgott sjónvarpshol og 3 svefnherbergi með parket á gólfum og flísalagt baðherbergi með baðkeri (lagnir til staðar fyrir sturtu).

Inn af bílskúr er geymsla með hillum.

Nýjir ofnar og hitalagnir (2013) eru í húsinu, varmaskiptir fyrir heitt neysluvatn. Ljósleiðari. Tréverk utanhúss þarfnast viðhalds.
Neysluvatnslagnir á neðri hæð hafa verið endurnýjaðar en upprunalegar á efri hæð.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is