Skipholt - 105 Reykjavík (Austurbær)
Skipholt - 105 Reykjavík (Austurbær)
Staðsetning: 105 Reykjavík (Austurbær)
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 92 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1959
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 28.650.000
Uppsett verð: 48.000.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson lgfs. S:896-6076 kynna í einkasölu 92,2 fm 4 herbergja íbúð á jarðhæð í Skipholti 34. Samkvæmt birtum fm er íbúðin 91 fm og geymsla sem er undir stiga og innan íbúðar er 1,2 fm. samtals 92,2 fm. Húsið er steinað að utan. Sameiginlegt þvottahús þ.s hver íbúð hefur sína vél er við hlið íbúðarinnar. Eignin á sérafnotareit 1 meter útfrá húsinu. Íbúðin er með sérhitamæli.

Stutt lýsing: Hol,  stofa, eldhús, 3 svefnherbergi, bahergi og geymsla.


Nánari lýsing:
Hol 
er með harðparketi og skáp.
Stofa er með harðparketi á gólfi og er útgengt á suðursólpall
Eldhús er með flísum á gólfi og ljósri innréttingu. Nýleg Gorenje frístandandi eldavél.
Hjónaherbergi er með harðparketi á gólfi og skáp.
Herbergi 1 er með harðparketi á gólfi. Sprunga í gleri.
Herbergi 2 er með harðparketi á gólfi, skáp. Gluggi er nýlegur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar m.sturtu, upph.wc og innrétting með handlaug.
Geymsla er innan íbúðar og er hún skráð 1,2 fm.

Samkvæmt upplýsingum frá seljendum var árið 2017 rofar og tenglar endurnýjaðir. 2019 var sett eldvarnarhurð milli íbðar og stigagangs. 2020 voru gluggar pússaðir og málaðir að innanverðu. Skipt var um rennur og niðurföll sumarið 2020. 2002 var sett Aluzink járn á þakið. Skólplagnir voru fóðraðar 2012.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900