Húnabraut - 540 Blönduós
Húnabraut - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 159 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Hæð
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 1964
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 54.490.000
Uppsett verð: 29.900.000

Aftur á myndalista


Domus fasteignasala kynnir sérhæð við bakka Blöndu: Húnabraut 3, 4-5 herbergja 134,3 m2 efri sérhæð ásamt 25,3 m2 bílskúr birt stærð samtals 159,6m2. Frábær staðsetning nærri skóla, íþróttahúsi, verslun og þjónustu, friðsæll garður og frábært útsýni yfir Blöndu af hæðinni.

Sérinngangur er á jarðhæð, komið er inn í bjart stigahús með fatahengi, flísum á gólfi og gólfhita og parketlögðum stiga sem liggur upp í rúmgott miðjurými. Þar er unglingaherbergi á vinstri hönd og lítið salerni á hægri hönd, framar er stofa, eldhús og svefnherbergisgangur.
Stofan og borðstofan er stór og björt með miklu útsýni og útgengi á grillsvalir. Tvö herbergi voru sameinuð í eitt rúmgott barnaherbergi, hjónaherbergi er innst í svefnherbergisgangi og er með útgengi á suðursvalur.
Baðherbergi var stækkað og rúmar núna upphengt salerni, innréttingu, hornbaðkar, sturtu og snyrtiaðstöðu, settar voru gólfhitalagnir ásamt handklæðaofni og frárennslislagnir endurnýjaðar.
Í eldhúsi er falleg innrétting með innbyggðum ofni, stóru keramik helluborði, uppþvottavél og tengingu fyrir amerískan ískáp ásamt fínum borðkrók sem rúmar 6 manna borð. Innaf eldhús er lítið búr/geymsla og stórt og mikið þvottahús með innréttingu og vaski.
Mikið hefur verið endurnýjað í eigninni síðastliðin ár bæði að innan sem utan m.a. klætt og einangrað að utanverðu og skipt um hluta af gluggum. Skipt var um gólfefni og innihurðir og sett ný eldhúsinnrétting og allt endurnýjað á baðherbergjum.
Bílskúrinn er með lagnir fyrir salerni og gæti því auðveldlega nýst sem útleigueining.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@pacta.is