Tjarnarstígur - 170 Seltjarnarnes
Tjarnarstígur - 170 Seltjarnarnes
Staðsetning: 170 Seltjarnarnes
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 109 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Hæð
Baðherbergi: 1
Stofur: 2
Byggingarár: 1945
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 37.300.000
Uppsett verð: 69.900.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala kynnir:  Bjarta og fallega  efri hæð og ris  með sérinngangi  á frábærum stað í Seltjarnarnesbæ. Bílskúrsréttur fylgir eigninni.  Ca árið 2015 var dregið í nýtt rafmagn. Árið 2020 voru hitaveitugrindur yfirfarnar. Nýleg gler og gluggar. Fyrir ári síðan var drenað kringum húsið. Búið er að leggja kapal til að draga í rafmagn til að setja upp bílahleðslustöð fyrir framan hús.  Í sumar var farið yfir garðinn fyrir framan húsið, mokaður upp og sléttaður. Íbúðin er með stóru risi sem býður upp á marga möguleika.

Nánari lýsing: Forstofa, gangur, eldhús, stofa, borðstofa, 2 svefnherbergi og  baðherbergi. Í risi eru
tvö rúmgóð herbergi. 

Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi.
Gangur: Rúmgóður gangur með flísum á gólfi og ljósum skáp með miklu skápaplássi.       
Eldhús: Eldhúsið rúmgott og fallegt með sérsmíðaðri innréttingu með góðu skápaplássi, viðarborðplata,  flísar á milli skápa og flísar á gólfi.  

Stofa/borðstofa: Stofan er mjög rúmgóð og björt , gegnheilt eikarparket á gólfi.
Herbergi: Tvö herbergi eru á hæðinni. Hjónaherbergið er rúmgott með gegnheilu parketi á gólfi og hvítum skápum með góðu skápaplássi. Herbergi með gegnheilu parketi á gólfi og upprunalegum skápum

Baðherbergi: Baðherbergið er með flísum á gólfi,  upphengt klósett, ljós innrétting, flísalögð sturta, handklæðaofn og gluggi.  
Risið: Stigi er upp í risið frá gangi. Risið er með tveimur rúmgóðum herbergjum. Gefur mikla möguleika á stækkun á risinu.
Þvottahús: Þvottahúsið er í sameign.


Hér er um að ræða fallega og vel skipulagða hæð á einum af vinsælustu stöðum á Seltjarnarnesi. Til eru teikningar af stækkun risins sem gefur mikla möguleika. Stutt í skóla, leikskólar og alla almenna þjónustu. Eign sem vert er að skoða.


Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf um eignina veitir Elsa löggiltur fasteignasali sími: 664-6013 eða elsa@domus.is