Vindakór - 203 Kópavogur
Vindakór - 203 Kópavogur
Staðsetning: 203 Kópavogur
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 126 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 2007
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 49.050.000
Uppsett verð: 72.000.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson lgfs. S:896-6076 kynna í einkasölu 126,2 fm 4 herbergja íbúð merkt 0402 á 4 hæð (efstu hæð) með sérinngangi af svölum í lyftublokk í Vindakór 5-7 í Kópavogi. Eigninni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu merkt B20. Samkvæmt birtum fm er íbúðin 114.1 fm og geymsla í kjallara 12,1 fm. Samtals 126,2 fm. 

Stigagangur með lyftu er utanáliggjandi og í kjallara er hjólageymsla. Góð bílastæði eru fyrir framan húsið.

Nánari lýsing:

Forstofa er með flísum á gólfi og skápum.
Hol er með parketi á gólfi.
Stofa er með parketi á gólfi og er útgengt á suðaustursvalir með flísalögðu gólfi.
Eldhús er með parketi á gólfi og eyju og innréttingu kvarts borðplötum. Bakaraofn er í vinnuhæð. Helluborð og háfur.
Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og skápum.
2xSvefnherbergi og bæði með parketi á gólfum og skápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Innrétting með kvarts borðplötu. Bæði baðkar og sturta og upph.wc.
Þvottahús er innan íbúðar og með innréttingu með vaski og skáp.
Geymsla í kjallara er 12,1 fm.

Í sameign er hjólageymsla er útgengt úr henni. Stofn fyrir hleðslu rafbíla er kominn inn í húsið og ef eigendur íbúða vilja þá geta þeir látið leggja fyrir hleðslustöð rafbíls í sitt stæði á sinn kostnað.

Verið er að laga leka á þaksvölum og í bílastæðahúsi og er til fyrir því í framkvæmdasjóði að mestu leyti.

Fasteignamat 20200 verður kr.60.050.000.-


Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900