Veitingastaður og gistiheimili - 900 Vestmannaeyjar
Veitingastaður og gistiheimili - 900 Vestmannaeyjar
Staðsetning: 900 Vestmannaeyjar
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 0
Stærð: 463 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Atvinnuhúsnæði
Baðherbergi: 0
Stofur: 0
Byggingarár: 0
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 0
Uppsett verð: 0

Fyrri mynd | Aftur á myndalista | Næsta myndDomus fasteignasala og Ársæll lgfs. S:896-6076 kynna til sölu Pizza 67 sem er einn af vinsælli veitingastöðum Vestmannaeyja og fasteignina þ.s búið er að stækka eldhúsið og starfsmannaaðstöðu, innrétta 2 útleigueiningar 2 og 3 hæð með sérinngangi á gafli sem henta bæði fyrir skammtíma og langtíma leigu. Einnig er óinnréttað rými á 2 hæð þ.s er möguleiki á að gera íbúð. Þaðan er útgengt á stórar þaksvalir yfir eldhúsinu.

Mjög góð staðsetning í Miðbænum aðeins í ca 3 mínútna göngufæri frá Herjólfi.

Staðurinn hefur starfað óslitið frá 1994 og er mjög vel sóttur af heimamönnum og aðkomufólki bæði innlendu og erlendu. Vinsæll staður hjá hópum á sumrin bæði skóla og íþróttahópum. Einnig er mikið að gera t.d á goslokahátíð og Þjóðhátið um verslunarmannahelgina.

Verið er að selja félagið sem inniheldur fasteignina að Heiðarvegi 5, öll tól og tæki í eldhúsi ásamt borðum, stólum, barborði og tækjum í veitingasal. Einnig húsbúnaður í gistirýmum.

Eldhús og starfsmannaaðstaða voru stækkuð 2019 og sett tvöföld pizzalína, grilllína með tvöfaldri pönnu og tveimur djúpsteikingarpottum, 6 fm kælir og flest tól og tæki endurnýjuð.  Búið er að setja upp tjöld og sjónvörp þ.s hægt er sýna m.a leiki og íþróttaviðburði. Veitingasalur er með leyfi fyrir 50 manns.


Góð velta er um helgar bæði heimsendingum, sóttu pöntunum og í sal. Nokkrar stórar helgar á sumrin hafa reynst vel m.a Orkumótið, pæjumótið, goslokahátíð og Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina og er þá sett upp stórt útitjald þ.s eru uppákomur. Gistireksturinn hentar vel með veitingarekstrinum.

Eignin er skráð 463,5 fm og skiptist þannig að 1 hæð veitingasalur, eldhús o.fl er 208,8 fm, 2 hæð gístirými o.fl. 103,1, risíbúð 35,4 (gólfflötur ca 55 fm.) og kjallari með geymslum 116,2 fm. Ekki er full lofthæð í hluta kjallarans.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 og á netfanginu as@domus.is