Aðalgata - 540 Blönduós
Aðalgata - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 2
Stærð: 120 m2
Svefnherbergi: 0
Búsetuform: Atvinnuhúsnæði
Baðherbergi: 1
Stofur: 0
Byggingarár: 1948
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 38.250.000
Uppsett verð: 9.700.000

Aftur á myndalista

Fasteignasalan Domus á Blönduósi kynnir til sölu atvinnu- og verslunarhúsnæði á götuhæð í Aðalgötu 8 í gamla bænum á Blönduósi. Í húsnæðinu hefur verið lífleg starfsemi um árabil: kaffihús, vínbúð, umboð tryggingafélags og verslun með útivistarvörur, handverk og veiðivörur svo eitthvað sé nefnt. Töluverð umferð ferðamanna er um gamla bæinn þar sem fyrir eru gististaðir og fleira.

Um er að ræða bjart og opið verslunarrými á götuhæð sem skiptist í afgreiðslusal/afgreiðslu, lager, vörumóttöku, geymslu og snyrtingu. Flísar eru á gólfum í verslunarrýminu og afgreiðslu og hluta baksvæðis, gólfdúkur á snyrtingu, steingólf í vörumóttöku og lager. 
Dyraop um 1 m á breidd með vængjahurðum aðskilur verslunarrýmið frá baksvæðinu.
Aðkoma er fyrir vörur á brettum um rennihurð, dyraop um 148 cm á breidd.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@pacta.is