Lómasalir - 201 Kópavogur
Lómasalir - 201 Kópavogur
Staðsetning: 201 Kópavogur
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 3
Stærð: 105 m2
Svefnherbergi: 2
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 2002
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 50.200.000
Uppsett verð: 69.600.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala kynnir til sölu fallega og vel skipulagða 105,3 fm 3ja herbergja íbúð á 4 hæð með sérinngangi af svölum ásamt stæði í bílageymslu í  lyftublokk við Lómasali í Kópavogi. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofu og tvö svefnherbergi.

Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi, góðum skáp.
Eldhúsið er opið inn í stofu með fallegri innréttingu úr Machony, flísar á milli skápa og plastparket á gólfi.
Stofan er opin og björt,  plastparket á gólfi. Úr stofu er gengið út á suðvestur svalir með fallegu útsýni.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu. Falleg ljós innrétting.  
Herbergin eru rúmgóð og björt með góðum fataskápum. Plastparket á gólfi.

Þvottahúsið er rúmgott með góðum skápum og hillum. Flísar á gólfi. 
Sameign Í sameign stór sérgeymsla og önnur minni sameiginleg geymsla. Stór sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á 1. hæð. Sérstæði í bílageymslu fylgir íbúðinni. Stigahúsið er upphitað og með lyftu.

Hér er um að ræða vandaða eign á góðum stað í salahverfi í Kópavogi. Stutt í alla almenna þjónustu og sundlaug í næsta nágrenni.

Nánari upplýsingar veitir Elsa Björg viðskiptastjóri í síma 664 6013 eða elsa@domus.is