Hnjúkabyggð - 540 Blönduós
Hnjúkabyggð - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 3
Stærð: 64 m2
Svefnherbergi: 2
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1976
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 29.350.000
Uppsett verð: 23.900.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala kynnir til sölu íbúð í fjölbýli að Hnjúkabyggð 27 á Blönduósi. Eignin er skráð alls 64,3 fm en íbúðin sjálf 58,4 fm. Gott útsýni.

Íbúðin er á þriðju hæð í stigahúsinu nær Blöndu. Í íbúðinni er stofa með opnu eldhúsi, 2 svefnherbergi og snyrting. Sér geymsla er á jarðhæð ásamt rými í sameign.
Ágæt aðkoma er að húsinu og þaðan er frekar stutt í alla þjónustu. Svalir eru útaf stofunni á móti vestri með fallegu útsýni yfir ósa Blöndu.

Eldhús: Eldhúsinnrétting er upprunaleg.  Tvö svefnherbergi: Í húsinu eru tvö svefnherbergi með fataskápum og dúklögðu gólfi.

Stofa: Stofa er við vesturvegg og þaðan hægt að ganga út á svalir. Plastparkett á gólfi.

Baðherbergi: Baðherbergið er að hluta flísalagt en dúkur á gólfi. Þar er hægt að koma fyrir þvottavél. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara er einnig í sameign.

Gluggar á austurhlið voru endurnýjaðir fyrir nokkrum árum og húsið málað að utan.


Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@pacta.is