Fasteignamat ríkisins

 


Í útprentun úr fasteignamati ríkisins koma fram m.a. eftirfarandi upplýsingar sem gagnlegar eru bæði kaupendum og seljendum við sölu eignar


Heimilsfang eignar.
Fermetrafjöldi og fastanúmer eignar.
Byggingarefni og skattflokkur eignar


Fasteignamat, sem er grundvöllur útreiknings á stimpilgjaldi kaupsamnings. Fasteignamatið er uppfært einu sinni á ári, í desember.  Fasteignagjöldin eru reiknuð út frá fasteignamati.


Brunabótamat, sem er uppfært mánaðarlega miðað við vísitölu byggingarkostnaðar.


Er um að ræða leigulóð eða eignarlóð og er hún skilgreind sem íbúðarhúsalóð eða iðnaðar- og verslunarlóð.

 

 

 


Veðbókarvottorð

 


Veðbókavottorð er skjal sem tilgreinir allar þinglýstarkvaðir á fasteign. Í veðbókarvottorði koma fram eftirfarandi þættir:


Dagsetning veðbókarvottorðs


Heimilisfang eignar og fastanúmer. 


Skráðir eigendur fasteignarinnar, afsalshafi og/eða kaupsamningshafi.


Áhvílandi veðskuldir.  Á veðbókarvottorðinu sést  upphafleg fjárhæð skuldanna en ekki staða lána á rauntíma.

Frumheimildir.  Hér er einkum átt við lóðarleigusamning, afsal fyrir eignalóð og eignaskiptayfirlýsingu. 


Hvaða kvaðir hvíla á eigninni, s.s. bann við sölu bílskúra, sameiginleg lóð, forkaupsréttur, hömlur á meðferð eignarinnar, t.d. ef um félagslega íbúð er að ræða, kvöð um dýrahald í fjölbýli og í ákveðnum hverfum.

 

 


Lögveðskröfur

 


Lögveðskröfur eru eftirfarandi: Brunatryggingariðgjald, fasteignagjöld og hússjóður.


Almennt:


Samkvæmt lögum eru ofangreind gjöld tryggð með veði í fasteigninni án þess að þess sé getið á veðbókarvottorði. 

 


Fasteignagjöld:


Fasteignagjöld eru gerð upp miðað við afhendingardag eignarinnar.  Domus sér um að skipta gjöldunum á milli kaupanda og seljanda þannig að seljandi greiðir frá áramótum og fram til afhendingardags. 


 


Fasteignagjöld * (01.01 til afhendingardags) = hlutur seljanda


        360

 


Fasteignagjöld * (afhendingardagur til 31.12) = hlutur kaupanda


       360


 

 


Hússjóður:


Domus sér um skiptingu kostnaðar vegna hússjóðs og framkvæmdasjóðs. Sé um skuld að ræða er hún gerð upp en að öðrum kosti er mánaðargreiðslu skipt miðað við afhendingardag.  

 


Brunatryggingariðgjöld:


Tryggingarfélög seljanda og kaupanda gera upp brunatryggingariðgjöldin við sína viðskiptamenn en við afsal gengur Domus úr skugga um það að uppgjör hafi farið fram miðað við afhendingardag.  Sé svo ekki er mismunur gerður upp við afsal.

 

 


Veðkröfur

 


Veðkröfur eru þau lán sem eru áhvílandi á eigninni samkvæmt veðbókarvottorði. 

 


Uppgreiðsla áhvílandi lána:


Ef greiða á upp gömul lán og taka ný er mikilvægt að leggja saman lögveðskröfur og áhvílandi veðskuldir til að ganga úr skugga um að staða kaupanda sé nægilega tryggð.  Þegar uppgreiðsla á sér stað geta tvær leiðir verið farnar:


Lánveitandi kaupanda fer á síðasta veðrétt og gefið er út skilyrt veðleyfi þannig að andvirði hins nýja láns er notað til uppgreiðslu áhvílandi veðskulda og mismunurinn á lántökufjárhæð og uppgreiðslufjárhæð lána er lögð á reikning seljanda.

Lánveitendur áhvílandi veðskulda veita skilyrt veðleyfi þannig að þau hleypa nýja láninu fram fyrir sig gegn því að löggiltur fasteignasali eða lögmaður ábyrgist uppgreiðslu lánanna. 

 


Yfirtaka áhvílandi lána:


Ef kaupandi ætlar að yfirtaka áhvílandi veðskuldir er staða þeirra við yfirtöku sú fjárhæð sem þau standi í á afhendingardegi eignarinnar.  Þar sem tími líður á milli undirritunar kaupsamnings og afhendingu eignarinnar geta lánin verið hærri eða lægri á afhendingardegi en þau voru við undirritun kaupsamnings þar sem kaupverðið er fastsett hefur þetta þau áhrif að lokagreiðslan hækkar eða lækkar í samræmi við stöðu lána.  Seljandi greiðir vexti af yfirteknum lánum fram að afhendingu.  Fasteignasalan Domus sér alfarið um þetta uppgjör á lánum og vöxtum á milli kaupanda og seljanda. 

 


Veðflutningur:


Ef seljandi ætlar að flytja áhvílandi lán af eigninni þá skal hann leggja fram yfirlýsingar þess efnis við undirritun kaupsamnings, þó getur komið fyrir að þess sé ekki þörf ef kaupandi á eftir að greiða hærri greiðslu en sem nemur uppgreiðsluverðmæti þess láns sem flytja skal og er tryggingin fyrir kaupandann þá alltaf sú að hann hefur möguleika á því að nota andvirði eftirstöðva kaupsamnings til uppgreiðslu á áhvílandi veðskuld og skuldajafna á móti greiðslu sem honum bar að greiða.  Domus tryggir að hagsmunir kaupanda og seljanda séu tryggðr að þessu leyti. 

Domus fasteignasala | domus@domus.is


Keyrir á WebEd Pro frá hugsandi Mönnum: Hugsandi Menn