Öflugt og árangursríkt söluferli tryggir betri árangur


Vönduð eignamappa

Fyrir hverja eign sem sett er í sölumeðferð hjá Domus er útbúin vönduð og gagnleg eignamappa fyrir kaupendur sem inniheldur helstu upplýsingar um eignina. Þar fá kaupendur á einum stað myndir og allar upplýsingar, t.d. varðandi þjónustu og skóla í hverfinu sem og um fleiri þætti sem nauðsynlegir eru fyrir kaupendur til ákvörðunar um kaup á fasteign.

Fagleg ljósmyndun
Í umhverfi þar sem samkeppni er mikil er mikilvægt að fanga athygli kaupenda. Kannanir sýna að yfir 95% kaupenda finna eignina sína á netinu og því eru góðar ljósmyndir afar mikilvægar. Með fagljósmyndun er eignin kynnt með hágæða ljósmyndum og hringmyndasýningu.  Myndirnar birtast á heimasíðu Domus, fasteignasíðum mbl.is og í eignamöppum.

Sölusýningar
Í upphafi sölumeðferðar er haldin sölusýning, þar sem starfsmaður Domus er viðstaddur og tekur á móti gestum. Allir gestir skrá sig í gestabók og í framhaldi af sölusýningunni hefur sölumaður samband við gestina. Starfsmaður okkar aðstoðar seljendur við að undirbúa eignina fyrir sölusýningu með ábendingum um hvernig sýna má hana á smekklegan og fagmannlegan hátt.  Stórum hópi kaupenda finnst þægilegt að skoða eignir á sölusýningum. Sölusýningar eru því mikilvægur þáttur í að stækka markhópinn fyrir eignina þína. Sölusýningar eru haldnar eins oft og þurfa þykir í gegnum sölumeðferðina og eru þær auglýstar með stórum auglýsingum í blöðum og á netinu.

Sölufulltrúi sýnir eign
Starfsmenn Domus eru þjálfaðir í að sýna eignir og kappkosta að kynna þær á raunsannan og skipulegan hátt þannig að væntanlegir kaupendur búi yfir sem ýtarlegustum upplýsingum. Nýlegar skoðanakannarnir sýna fram á að kaupendur kjósa að sölufulltrúar sýni eignir þar sem þeim gefst þá kostur á skoða eignirnar betur og spyrja fleiri spurninga en þegar seljendur eru viðstaddir. Þægindin eru ótvíræð fyrir bæði seljendur og kaupendur.

Þrívið grunnmynd
Þrívíð grunnmynd af eignum sýnir mögulegum kaupendum skipulag eignanna á mjög aðgengilegan hátt og er því góð viðbót við ítarlegar eignalýsingar. Domus leggur sérstakan metnað í skýran og greinargóðan texta í söluyfirliti.
Markviss eftirfylgni og upplýsingagjöf
Domus leggur mikla áherslu á markvissa eftirfylgni og upplýsingagjöf í gegnum ferlið, allt frá skráningu eigna á söluskrá til afsals. Mikilvægt er að seljendur séu vel upplýstir um gang mála við sölumeðferð auk þess sem mikilvægt er að veita væntanlegum kaupendum faglega þjónustu og ýtarlegar upplýsingar um eignina. Við viljum hjálpa þér að gera ferlið þægilegt og auðvelt.

Yfirlitskort
Á fasteignavef mbl.is má finna nákvæma staðsetningu eigna á yfirlitskorti. Hægt er að þysja inn og út, allt frá því að sjá einungis götuna sem eignin stendur við upp í að skoða hverfið í heild. Einnig er að finna upplýsingar um vegalengd í næstu verslun og leik-, grunn- og framhaldsskóla.


Kynntu þér þjónustu okkar með því að hringja í síma 440 6000.  Fáðu tilboð í sölumeðferð á eigninni þinni eða pantaðu frítt söluverðmat.

Domus fasteignasala | domus@domus.is


Keyrir á WebEd Pro frá hugsandi Mönnum: Hugsandi Menn