Domus Fasteignasala hefur fengið til sölu Smárabraut 20 á Blönduósi. Um er að ræða 123,1 fm parhús ásamt 26,9 fm bílskúr.
Í húsinu eru forstofa, eldhús, stofa, þvottahús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og innangengt er úr þvotthaúsi í skúr.
Skilalýsing- Húsið skilast fullfrágengið án lóðafrágangs.
- Húsið er einingahús úr timbri sem skilast fullbúið að utan, grófjöfnuð lóð, lóðin er ekki í hæð.
- Malbikuð stétt er við aðalinngang út að lóðamörkum.
- Lagnir fyrir hitalögn eru í stétt en ótengdar.
- Gluggar og útihurðar eru fullmálaðar og frágengnar.
- Að innan verða veggir málaðir, gólf í votrýmum flísalögð og máluð ( glært efni) gólfi í bílskúr.-Gólfefni verða fullfrágengin að öðru leiti með parketi.
- Raflagnir eru skv. teikningu. Allar innsteyptar pípur fyrir raf- og boðlagnir eru komnar og tengdar töflukassa.
- Votrými skilast með föstum ljósakúplum sem uppfylla staðla og kröfur sem á slíkt eru gerðar. Í öðrum herbergjum verða hið minnsta ein tengd ljósapera sem vinnuljós.
- Innfelld ljós eru þó í hluta hússins.
- Eldhús skilast tilbúið með innréttingu frá IKEA eða sambærilegri.
- Baðherbergi skilast þannig að veggir eru málaðir.
- Innrétting er á baði og upphengt salerni. Gólf eru flísalögð. Blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð.
- Hitakerfi er gólfhiti með hitastilli (termostad).
- Fataskápar fylgja ekki.
- Lokið er öllum frágangi vegna brunavarna.
- Lokið verður öllum framkvæmdum sem nauðsynlegar eru til þess að húsið teljistf ullbyggt í samræmi við samþykktir bygingaryfirvalda og lög og reglugerðir.
- Sorptunnuskýli fylgir fyrir tvær tunnur.
- Innrétting í þvottahúsi fylgir ekki.
- Húsinu er skilað fullbúnu skv. lýsingu hér að ofan, en lóð ófrágengin.
- Samkvæmt teikningu er baðkar í húsinu en það verður ekki heldur einungis sturta.
- Um 12 fermetra milliloft verður í bílskúr yfir geymsluherbergi sem þar verður.
- Nettenglar eru í öllum herbergjum.
- Bílaplan verður ófrágengið malarplan en í sömu hæð og lóðin.
Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected]
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.