Gjaldskrá - gildir frá 1. Janúar 2024
Sala fasteigna
Einkasala: 1,5 - 2% af söluverði í einkasölu auk virðisaukaskatts
Almenn sala: 2 – 2,5% af söluverði auk virðisaukaskatts
Sala atvinnuhúsnæðis: 2 – 2,5% af söluverði auk virðisaukaskatts
Lágmarks söluþóknun er kr. 350.000 auk virðisaukaskatts
Gagnaöflunargjald vegna sölu fasteigna er 64.480 m/vsk.
Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna og skráðra skipa er 1,0% af söluverði, þó aldrei lægri en 350.000,- auk vsk.
Verðmat fasteigna
Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði er kr. 30.000 auk vsk. Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er kr. 50.000 auk vsk.
Kaupendaþóknun
Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald (umsýslugjald) kr. 64.480 m/vsk fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.
Leiga fasteigna
Þóknun fyrir að annast milligöngu um gerð leigusamninga nemur sem svarar eins mánaðar leigufjárhæðar auk vsk. Þóknun fyrir endurnýjun á leigusamningi er kr. 49.600 m/vsk.
Sérstök verkefni
Tímagjald vegna sérstakra verkefna er kr. 18.600 auk vsk.