Mýrarbraut 3, 540 Blönduós
59.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
185 m2
59.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1967
Brunabótamat
73.850.000
Fasteignamat
39.850.000

Domus fasteignasala kynnir gott einbýlishús ásamt stórum bílskúr á Blönduósi. 

Bílskúrinn er 49,5 fm og hefur verið innréttaður sem rúmgóð aukaíbúð og hentar vel til útleigu. Fastar leigutekjur mánaðarlega.

Eignin er Mýrarbraut 3, sem er einbýlishús úr timbri frá árinu 1967 og bílskúr
frá árinu 1976. Húsið er fallegt á einni hæð og hefur verið tekið í gegn að miklu leyti. 
Svefnherbergin eru fjögur. Eignin er skráð 185,5 fm, þar af er íbúðin 136 fm og bílskúrinn 49,5 fm. 

Gólfhiti er í húsinu nema í svefnherbergjum. Allar hita- og neysluvatnslagnir eru nýjar. Allt frárennsli er nýtt í húsi og einnig í íbúðinni í bílskúrnum, nema á gestasnyrtingu. 
Í svefnherbergjum eru nýlegir ofnar. Búið er að skipta um alla glugga, nema 3 litla í stofunni. 

Rúmgóður og gróðursæll garður er við húsið ásamt sólpalli.

Nánari lýsing:

Forstofa: Forstofan er flísalögð með hvítum skáp og fatahengi. Útydyrahurð hefur verið endurnýjuð. Inn af forstofu er svo gestasnyrting sem hefur nýlega verið endurnýjuð. 
Gestasnyrting: Gestasnyrtingin er flísalögð með hvítri innréttingu og speglaskáp. 
Eldhús: Hvít, glæsileg eldhúsinnrétting með miklu skápa- og vinnuplássi og vinylkorki á gólfi. Ofn í vinnuhæð og háfur í lofti. 
Baðherbergi: Á baðherberginu er falleg hvít innrétting, flísar á gólfi, hiti í gólfi, upphengt salerni og rúmgóð sturta. 
Þvottahús: Í þvottahúsi er pláss fyrir þvottavél og þurrkara á gólfi og útgengt er úr þvottahúsi í 8 fm geymslu sem er ekki skráð. 
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru fjögur með góðum gólfefnum.
Stofa/Borðstofa: Stofan er rúmgóð með nýlegu parketi, hita í gólfi og í lofti er falleg innfelld lýsing. Útgengt er frá stofunni í garðinn.
Gangur: Á herbergisgangi er nýlegt parket og innihurðir og hiti í gólfi. Á ganginum eru 4 svefnherbergi og baðherbergið er í enda gangsins. Fyrir framan baðherbergið við enda gangsins er huggulegur setkrókur. 

Aukaíbúð/Bílskúr: Í bílskúr hefur verið innréttuð aukaíbúð sem er 49,5 fm og hentar vel til útleigu. Þar er rúmgóð stofa með parketi á gólfi, flísalagt baðherbergi með svartri innréttingu, upphengdum ofni og sturtu. Góð svört
og viðarlituð eldhúsinnrétting er í stofu/alrými og inn af stofu er rúmgott svefnherbergi. Gólfhiti er í forstofu og baðherbergi. Ofnar og allar lagnir, líka rafmagn og skólp eru nýjar. Geymsla er í íbúðinni og kjallari undir bílskúrnum sem er 8 fm að stærð. Íbúðin er í útleigu og gefur góðar leigutekjur mánaðarlega. 

Fallegt fjölskylduhús á góðum stað í bænum og stutt í alla þjónustu. Eign sem vert er að skoða.

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected] 
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 
[email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.