Forsæludalur , 541 Blönduós
120.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
0 herb.
323 m2
120.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1949
Brunabótamat
160.832.000
Fasteignamat
60.464.000

Domus fasteignasala kynnir jörðina Forsæludal sem er staðsett fremst í Vatnsdal um 45 kílómetra frá Blönduósi. Staðsetning jarðarinnar er ágæt og hentar hún vel til fjárbúskapar eða ferðaþjónustu. Samkvæmt vefsíðunni Nytjalandi er jörðin 2753 hektarar.  Þarna er mikil náttúrufegurð og miklir möguleikar í ferðaþjónustu af ýmsu tagi.  Þá fylgir veiðiréttur í vötnum á heiðinni sem er huti jarðarinnar. 

Land jarðarinnar þ.e. þessir 2753 hektarar er að  hluta til fremur rýrt land en mjög gott land og vel gróið niðri í dalnum. Veiðiréttur er í Vatnsdalsá. Um 26 hektara skógur er á jörðinni.

Ræktað land er um 25 hektarar. Á jörðinni var fyrir stuttu síðan stundaður hefðbundinn búskapur en öll útihús eru orðin fremur léleg. Ærgildi eru 311

Byggingar á jörðinni eru eftirtaldar:

Íbúðarhús: Á jörðinni er steypt íbúðarhús frá árinu 1949, alls 323,4 fermetrar að stærð. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris og er járnklætt að utan. Komið er að ýmsu viðhaldi og endurbótum.

Útihús: Útihús eru nokkur og öll orðin léleg. Helstu húsin eru 391,6 fermetra fjárhús frá árinu 1972 og 241,8 fermetra hlaða frá 1972.

Önnur verðmæti sem um ræðir eru hlunnindi í Vatnsdalsá sem eru metin á 18.600.000 kr. í fasteignamati. 

Upplýsingar veita Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 eða 891 9425 [email protected] eða Friðrik Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s. 662-8034 [email protected] 

Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.